Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2018 19:30 Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, er bjartsýn á að úr batni á næsta ári. Vísir/Baldur Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“ Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira