Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2018 19:30 Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, er bjartsýn á að úr batni á næsta ári. Vísir/Baldur Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“ Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira