Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2018 19:30 Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, er bjartsýn á að úr batni á næsta ári. Vísir/Baldur Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“ Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira