Þorgerður segir nokkra um borð í flugmóðurskipinu hafa verið ósátta við að herinn var dreginn frá Íslandi Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. september 2018 18:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að borgin muni óska eftir upplýsingum um flug bandarískra herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélarnar fluttu ráðherra, þingmenn og starfsmenn ráðuneytis um borð í bandarískt herskip sem var í landhelgi Íslands. Ferðin var í boði bandaríska sendiráðsins á Íslandi en á meðal þeirra sem fóru í þessa ferð voru Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem báðar eru í utanríkismálanefnd. Bryndís sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið um borð í flugmóðurskipið USS Harry Truman til að kynna sér starfsemi sem er um borð í skipinu. Sagði Bryndís að henni finnist gott að vita til þess að Bandaríkjamenn séu að kveikja á því hvað Ísland sé í raun mikilvægt þegar kemur að staðsetningu í Atlantshafinu. Herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÞorgerður Katrín sagði þessa ferð alls ekki hafa verið einhverja leyniferð. Hún sagðist hafa látið alla vita að hún færi um borð í skipið og sagði það brýnt og gott að ráðherra og næstum allir þingmenn úr utanríkismálanefnd hefðu farið og kynnt sér starfsemina í skipinu. Sagði Þorgerður jafnframt að bandaríski herinn muni fjölga varnaræfingum í grennd við Ísland og að herfloti NATO muni fjölga ferðum sínum í lögsögu Íslands. Því sé sjálfsagt og eðlilegt að kynna sér starfið sem fer fram innan bandaríska hersins og fá upplýsingar um það hvernig herinn sjái fyrir sér þróun á herstarfsemi hér við land. Þorgerður sagðist hafa heyrt það á mönnum um borð í skipinu að þeir væru ekki sáttir við þá ákvörðun að draga herafla Bandaríkjanna frá Íslandi árið 2006 og að þeir séu að skipuleggja sig með aukin umsvif Rússa í Atlantshafinu í huga. Var skipið statt um 150 mílur suður af landinu innan íslenskrar lögsögu. Samningur Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll kveður á um að flugvöllurinn verði ekki notaður undir hernaðarstarfsemi nema í undantekningartilvikum, það er sem varaflugvöllur eða í tengslum við björgunaraðgerðir. Dagur B. Eggertsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að borginni hefði ekki verið tilkynnt um flug þessara tveggja herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli í dag en bætti við að það væri ekki endilega nauðsynlegt. Hins vegar myndi borgin afla upplýsinga um flugið í dag, í hvaða tilgangi það var og hvort það samræmist samningnum. Ásamt Bryndís og Þorgerði fóru Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson um borð í skipið ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem bæði eiga sæti í utanríkismálanefnd, afþökkuðu bæði boð um að fara í flugmóðurskipið. Sagðist Logi Már hafa takmarkaðan áhuga á því og sagði Rósa Björk að það samræmdist ekki pólitískum skoðunum hennar. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins afþakkaði einnig boðið en hann segir í samtali við Vísi að hann hefði verið upptekinn við þingstörf, annars hefði hann þegið boðið.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11
Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Ekki minn tebolli segir Rósa og Logi segist hafa afskaplega lítinn áhuga á slíkum skipum. 19. september 2018 17:57