Innlent

Ljósanótt aldrei tilkomumeiri

Við setningu Ljósanætur árið 2015.
Við setningu Ljósanætur árið 2015. Mynd/Stöð 2

Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur aldrei verið eins tilkomumikil og nú segir menningarfulltrúi bæjarins. Yfir hundrað viðburðir séu í boði þar sem matur og menning eru í fyrirrúmi.

Ljósanótt er nú haldin í 19 skipti. Hátíðin hófst á miðvikudag og lýkur á morgun og lýkur með stórsýningunni með Diskóblik í auga. Valgerður Guðmundsdóttir er menningarfulltrúi bæjarins.

„Viðburðunum fjölgar og þeir þéttast með hverju árinu því að fólkið í bænum hefur í raun tekið þessa hátíð í sínar hendur og við í nefndinni erum með nokkra fasta viðburði sem við höldum utan um en svo að auki er þetta komið langt út fyrir okkar hring,“ segir Valgerður.

Mikil dagskrá verður í bænum í dag og kvöld.

„Síðan er það hin landsfræga árgangaganga sem kemur eftir hádegið þar sem allir gömlu árgangarnir eru að hittast á aðalgötu bæjarins sem heitir Hafnargata og ganga saman niður að aðal sviðinu þar sem bæjarstjóri og fulltrúar fimmtíu ára árgangsins taka á móti hópnum og segja eitthvað skemmtilegt. Svo er bara dúndrandi dagskrá þar allan daginn bæði fyrir börn og fullorðna og endar svo með flugeldasýningu í kvöld,“ segir Valgerður.

Valgerður hvetur fólk til þess að mæta.

„Heimamenn eru ekkert að láta veðrið trufla sig, þeir klæða sig bara og mæta. Núna sit ég til dæmis í bílnum fyrir utan Keflavíkurkirkju þar sem verða í kvöld gospel tónleikar og hér sit ég bara í sól,“ segir Valgerður.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.