Fimm ára bragðaði amfetamín á leikskólanum: „Hann hélt að efnið væri hveiti og ætlaði að smakka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 13:59 Strax hafa verið gerðar ráðstafanir á leikskóla drengsins vegna málsins. Vísir/Eyþór Faðir fimm ára drengs segir það mildi að ekki hafi farið verr þegar sonur hans fann poka af amfetamíni á leikskóla sínum í gær. Drengurinn bragðaði efnið og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús en varð ekki meint af inntöku þess. Leikskólinn hefur strax gert ráðstafanir vegna málsins.Hélt að efnið væri hveiti Sonur Kristins Ólafs Smárasonar var úti að leika sér á lóð leikskólans Fagrabrekku í Kópavogi í gær þegar hann fann pokann, sem innihélt hvítt duft. „Hann hélt að efnið væri hveiti og ætlaði að smakka, sagði hann okkur síðar. Honum fannst það mjög bragðvont, sem betur fer, og fór til leikskólakennarans og bað um vatnsglas til að skola óbragðið úr munninum. Þá sér náttúrulega kennarinn hvers kyns er, hann heldur á poka sem greinilega eru fíkniefni í,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Tóku amfetamínið með upp á spítala Starfsmenn leikskólans gerðu lögreglu viðvart um málið og hringdu í kjölfarið í foreldra drengsins. Kristinn segir að þeim hafi strax verið gert ljóst að strákurinn bæri þess ekki merki að hafa innbyrt mikið af efninu og væri ekki slappur. Kristinn vitjaði sonar síns tafarlaust á leikskólann þegar hringt var í hann. „Þegar ég er kominn þangað sé ég að það er í lagi með strákinn en ég hringi samt upp á eiturefnamiðstöð og greini þeim frá því hvað hafi komið fyrir. Þau ráðleggja mér það að fara beint með hann á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, láta athuga hann og taka efnin með.“ Þegar á barnaspítalann var komið gekkst drengurinn undir ýmiss konar prófanir. „Það er tekin þvagprufa, hlustað á hjarta og lungu, og allar niðurstöður sýna fram á að ekkert mælanlegt sé að honum. Magnið hefur sem betur fer verið það lítið að það hefur sennilega ekki haft teljandi áhrif á hann. Honum varð ekki meint af þessu,“ segir Kristinn.Barnaspítali Hringsins. Drengurinn var undir eftirliti lækna í nokkra klukkutíma í gær.vísir/heiðaPort við leikskólann lokað af Lögregla vitjaði fjölskyldunnar fljótlega uppi á spítala og tók efnið til greiningar. Greiningin staðfesti að um amfetamín væri að ræða. Fjölskyldan kom heim af sjúkrahúsinu snemma í gærkvöldi og sonur Kristins mætti aftur hress á leikskólann í morgun. Þá segir Kristinn að strax verði brugðist við málinu á leikskólanum. Leikskólastjóri Fögrubrekku hafði strax samband við hann í morgun og tjáði honum að port við leikskólann, þar sem unglingar safnast iðulega saman á kvöldin, yrði lokað af. Mun alltaf hringja á lögreglu framvegis Kristinn ræddi frekar við leikskólakennarann sem tilkynnti honum um atvikið. Kennarinn sagði að starfsmenn leikskólans fyndu reglulega hluti í tengslum við fíkniefnaneyslu á lóðinni, svo sem beyglaðar plastflöskur og hasspípur. Slíkt sé alltaf tilkynnt til lögreglu. Þá vissi Kristinn ekki til þess að upptök amfetamínsins sem sonur hans fann væru ljós. „En ég ætla núna, í hvert skipti sem ég sé einhvern þarna út frá á kvöldin, að hringja í lögreglu og tilkynna það.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Faðir fimm ára drengs segir það mildi að ekki hafi farið verr þegar sonur hans fann poka af amfetamíni á leikskóla sínum í gær. Drengurinn bragðaði efnið og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús en varð ekki meint af inntöku þess. Leikskólinn hefur strax gert ráðstafanir vegna málsins.Hélt að efnið væri hveiti Sonur Kristins Ólafs Smárasonar var úti að leika sér á lóð leikskólans Fagrabrekku í Kópavogi í gær þegar hann fann pokann, sem innihélt hvítt duft. „Hann hélt að efnið væri hveiti og ætlaði að smakka, sagði hann okkur síðar. Honum fannst það mjög bragðvont, sem betur fer, og fór til leikskólakennarans og bað um vatnsglas til að skola óbragðið úr munninum. Þá sér náttúrulega kennarinn hvers kyns er, hann heldur á poka sem greinilega eru fíkniefni í,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Tóku amfetamínið með upp á spítala Starfsmenn leikskólans gerðu lögreglu viðvart um málið og hringdu í kjölfarið í foreldra drengsins. Kristinn segir að þeim hafi strax verið gert ljóst að strákurinn bæri þess ekki merki að hafa innbyrt mikið af efninu og væri ekki slappur. Kristinn vitjaði sonar síns tafarlaust á leikskólann þegar hringt var í hann. „Þegar ég er kominn þangað sé ég að það er í lagi með strákinn en ég hringi samt upp á eiturefnamiðstöð og greini þeim frá því hvað hafi komið fyrir. Þau ráðleggja mér það að fara beint með hann á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, láta athuga hann og taka efnin með.“ Þegar á barnaspítalann var komið gekkst drengurinn undir ýmiss konar prófanir. „Það er tekin þvagprufa, hlustað á hjarta og lungu, og allar niðurstöður sýna fram á að ekkert mælanlegt sé að honum. Magnið hefur sem betur fer verið það lítið að það hefur sennilega ekki haft teljandi áhrif á hann. Honum varð ekki meint af þessu,“ segir Kristinn.Barnaspítali Hringsins. Drengurinn var undir eftirliti lækna í nokkra klukkutíma í gær.vísir/heiðaPort við leikskólann lokað af Lögregla vitjaði fjölskyldunnar fljótlega uppi á spítala og tók efnið til greiningar. Greiningin staðfesti að um amfetamín væri að ræða. Fjölskyldan kom heim af sjúkrahúsinu snemma í gærkvöldi og sonur Kristins mætti aftur hress á leikskólann í morgun. Þá segir Kristinn að strax verði brugðist við málinu á leikskólanum. Leikskólastjóri Fögrubrekku hafði strax samband við hann í morgun og tjáði honum að port við leikskólann, þar sem unglingar safnast iðulega saman á kvöldin, yrði lokað af. Mun alltaf hringja á lögreglu framvegis Kristinn ræddi frekar við leikskólakennarann sem tilkynnti honum um atvikið. Kennarinn sagði að starfsmenn leikskólans fyndu reglulega hluti í tengslum við fíkniefnaneyslu á lóðinni, svo sem beyglaðar plastflöskur og hasspípur. Slíkt sé alltaf tilkynnt til lögreglu. Þá vissi Kristinn ekki til þess að upptök amfetamínsins sem sonur hans fann væru ljós. „En ég ætla núna, í hvert skipti sem ég sé einhvern þarna út frá á kvöldin, að hringja í lögreglu og tilkynna það.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira