Fimm ára bragðaði amfetamín á leikskólanum: „Hann hélt að efnið væri hveiti og ætlaði að smakka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 13:59 Strax hafa verið gerðar ráðstafanir á leikskóla drengsins vegna málsins. Vísir/Eyþór Faðir fimm ára drengs segir það mildi að ekki hafi farið verr þegar sonur hans fann poka af amfetamíni á leikskóla sínum í gær. Drengurinn bragðaði efnið og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús en varð ekki meint af inntöku þess. Leikskólinn hefur strax gert ráðstafanir vegna málsins.Hélt að efnið væri hveiti Sonur Kristins Ólafs Smárasonar var úti að leika sér á lóð leikskólans Fagrabrekku í Kópavogi í gær þegar hann fann pokann, sem innihélt hvítt duft. „Hann hélt að efnið væri hveiti og ætlaði að smakka, sagði hann okkur síðar. Honum fannst það mjög bragðvont, sem betur fer, og fór til leikskólakennarans og bað um vatnsglas til að skola óbragðið úr munninum. Þá sér náttúrulega kennarinn hvers kyns er, hann heldur á poka sem greinilega eru fíkniefni í,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Tóku amfetamínið með upp á spítala Starfsmenn leikskólans gerðu lögreglu viðvart um málið og hringdu í kjölfarið í foreldra drengsins. Kristinn segir að þeim hafi strax verið gert ljóst að strákurinn bæri þess ekki merki að hafa innbyrt mikið af efninu og væri ekki slappur. Kristinn vitjaði sonar síns tafarlaust á leikskólann þegar hringt var í hann. „Þegar ég er kominn þangað sé ég að það er í lagi með strákinn en ég hringi samt upp á eiturefnamiðstöð og greini þeim frá því hvað hafi komið fyrir. Þau ráðleggja mér það að fara beint með hann á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, láta athuga hann og taka efnin með.“ Þegar á barnaspítalann var komið gekkst drengurinn undir ýmiss konar prófanir. „Það er tekin þvagprufa, hlustað á hjarta og lungu, og allar niðurstöður sýna fram á að ekkert mælanlegt sé að honum. Magnið hefur sem betur fer verið það lítið að það hefur sennilega ekki haft teljandi áhrif á hann. Honum varð ekki meint af þessu,“ segir Kristinn.Barnaspítali Hringsins. Drengurinn var undir eftirliti lækna í nokkra klukkutíma í gær.vísir/heiðaPort við leikskólann lokað af Lögregla vitjaði fjölskyldunnar fljótlega uppi á spítala og tók efnið til greiningar. Greiningin staðfesti að um amfetamín væri að ræða. Fjölskyldan kom heim af sjúkrahúsinu snemma í gærkvöldi og sonur Kristins mætti aftur hress á leikskólann í morgun. Þá segir Kristinn að strax verði brugðist við málinu á leikskólanum. Leikskólastjóri Fögrubrekku hafði strax samband við hann í morgun og tjáði honum að port við leikskólann, þar sem unglingar safnast iðulega saman á kvöldin, yrði lokað af. Mun alltaf hringja á lögreglu framvegis Kristinn ræddi frekar við leikskólakennarann sem tilkynnti honum um atvikið. Kennarinn sagði að starfsmenn leikskólans fyndu reglulega hluti í tengslum við fíkniefnaneyslu á lóðinni, svo sem beyglaðar plastflöskur og hasspípur. Slíkt sé alltaf tilkynnt til lögreglu. Þá vissi Kristinn ekki til þess að upptök amfetamínsins sem sonur hans fann væru ljós. „En ég ætla núna, í hvert skipti sem ég sé einhvern þarna út frá á kvöldin, að hringja í lögreglu og tilkynna það.“ Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Faðir fimm ára drengs segir það mildi að ekki hafi farið verr þegar sonur hans fann poka af amfetamíni á leikskóla sínum í gær. Drengurinn bragðaði efnið og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús en varð ekki meint af inntöku þess. Leikskólinn hefur strax gert ráðstafanir vegna málsins.Hélt að efnið væri hveiti Sonur Kristins Ólafs Smárasonar var úti að leika sér á lóð leikskólans Fagrabrekku í Kópavogi í gær þegar hann fann pokann, sem innihélt hvítt duft. „Hann hélt að efnið væri hveiti og ætlaði að smakka, sagði hann okkur síðar. Honum fannst það mjög bragðvont, sem betur fer, og fór til leikskólakennarans og bað um vatnsglas til að skola óbragðið úr munninum. Þá sér náttúrulega kennarinn hvers kyns er, hann heldur á poka sem greinilega eru fíkniefni í,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Tóku amfetamínið með upp á spítala Starfsmenn leikskólans gerðu lögreglu viðvart um málið og hringdu í kjölfarið í foreldra drengsins. Kristinn segir að þeim hafi strax verið gert ljóst að strákurinn bæri þess ekki merki að hafa innbyrt mikið af efninu og væri ekki slappur. Kristinn vitjaði sonar síns tafarlaust á leikskólann þegar hringt var í hann. „Þegar ég er kominn þangað sé ég að það er í lagi með strákinn en ég hringi samt upp á eiturefnamiðstöð og greini þeim frá því hvað hafi komið fyrir. Þau ráðleggja mér það að fara beint með hann á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, láta athuga hann og taka efnin með.“ Þegar á barnaspítalann var komið gekkst drengurinn undir ýmiss konar prófanir. „Það er tekin þvagprufa, hlustað á hjarta og lungu, og allar niðurstöður sýna fram á að ekkert mælanlegt sé að honum. Magnið hefur sem betur fer verið það lítið að það hefur sennilega ekki haft teljandi áhrif á hann. Honum varð ekki meint af þessu,“ segir Kristinn.Barnaspítali Hringsins. Drengurinn var undir eftirliti lækna í nokkra klukkutíma í gær.vísir/heiðaPort við leikskólann lokað af Lögregla vitjaði fjölskyldunnar fljótlega uppi á spítala og tók efnið til greiningar. Greiningin staðfesti að um amfetamín væri að ræða. Fjölskyldan kom heim af sjúkrahúsinu snemma í gærkvöldi og sonur Kristins mætti aftur hress á leikskólann í morgun. Þá segir Kristinn að strax verði brugðist við málinu á leikskólanum. Leikskólastjóri Fögrubrekku hafði strax samband við hann í morgun og tjáði honum að port við leikskólann, þar sem unglingar safnast iðulega saman á kvöldin, yrði lokað af. Mun alltaf hringja á lögreglu framvegis Kristinn ræddi frekar við leikskólakennarann sem tilkynnti honum um atvikið. Kennarinn sagði að starfsmenn leikskólans fyndu reglulega hluti í tengslum við fíkniefnaneyslu á lóðinni, svo sem beyglaðar plastflöskur og hasspípur. Slíkt sé alltaf tilkynnt til lögreglu. Þá vissi Kristinn ekki til þess að upptök amfetamínsins sem sonur hans fann væru ljós. „En ég ætla núna, í hvert skipti sem ég sé einhvern þarna út frá á kvöldin, að hringja í lögreglu og tilkynna það.“
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira