Innlent

Ungi drengurinn heill á húfi

Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Lögreglumaður á bifhjóli kom auga á drenginn við Grjótháls skömmu eftir klukkan 15 í dag.
Lögreglumaður á bifhjóli kom auga á drenginn við Grjótháls skömmu eftir klukkan 15 í dag. vísir/vilhelm
Tíu ára drengur sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag fannst heill á húfi skömmu eftir klukkan 15, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Drengsins hafði verið saknað síðan klukkan 9 í morgun er hann lét sig hverfa úr Árbæjarlaug. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks hvaðanæva á höfuðborgarsvæðinu var kallað út til að aðstoða lögreglu á höfuðborgarsvæðinu við leitina.

Lögreglumaður á bifhjóli fann drenginn við Grjótháls í grennd við húsnæði Ölgerðarinnar og Össurs á fjórða tímanum. Á sama tíma hóf að rigna inn tilkynningum til lögreglu frá fólki sem lesið hafði um hvarf drengsins á samfélags- og fréttamiðlum. Ásgeir segir því ljóst að drengurinn hefði fundist afar fljótt hefði lögreglumaðurinn ekki komið á auga á hann.

Að sögn Ásgeirs var líðan drengsins góð þegar hann fannst. Honum verður nú komið í hendur foreldra sinna.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:37.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×