Íslendingar langt á eftir öðrum þjóðum í netöryggismálum Höskuldur Kári Schram skrifar 5. september 2018 18:45 Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að Íslendingar séu langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að netöryggismálum og nauðsynlegt sé að fara í stórátak til að efla varnir gegn netárárásum. Netárásir eru daglegt brauð í hinum stafræna heimi og nánast öll fyrirtæki og allar stofnanir geta reiknað með því að verða á einhverjum tímapunkti fyrir slíkri árás. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá net- og upplýsingafyrirtækinu Syndis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ástandið í netöryggismálum hér á landi væri afar slæmt. „Það er eiginlega hálf sorglegt að við skulum sjá sömu veikleikana sérstaklega í hugbúnaði ár eftir ár eftir ár og fer ekki batnandi. Ef ég á að vera svartsýnn þá myndi ég segja að ástandið væri bara mjög slæmt,“ segir Theodór. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir mjög erfitt að meta umfang netárása á íslensk fyrirtæki. „Það má gera ráð fyrir því að við séum í nákvæmlega sömu stöðu og aðrar þjóðir þar sem eru stöðugar netárásir í gangi alla daga allt árið. Það má gera ráð fyrir því að svo sé líka hér á Íslandi,“ segir Hrafnkell. Nýlega varð Veðurstofa Íslands fyrir netárás sem varð til þess að einstakar mælistöðvar úti á landi hættu að senda gögn. „Skynjarakerfi Veðurstofunnar vaktar ýmiss konar náttúrustöður á Íslandi. Veður, eldgos og ég veit ekki hvað. Ef það hefði farið þannig að skynjarar hefðu ekki virkað þegar á þurfti að halda þá hefði þetta verið dauðans alvara,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir að efla þurfi netöryggi verulega hér á land. Hann bindur vonir við frumarp sem nú er í smíðum hjá samgönguráðuneytinu og segir nauðsynlegt að koma upp samhæfingu milli aðila til að samræma aðgerðir gegn árásum. „Við erum langt á eftir nágrannalöndum okkar hvað þessi mál varðar. Víða erlendis eru settir verulegir fjármunir og tími og mannskapur í það að vinna þessa vinnu. Hér á landi er þetta ennþá mjög takmarkað,“ segir Hrafnkell. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að Íslendingar séu langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að netöryggismálum og nauðsynlegt sé að fara í stórátak til að efla varnir gegn netárárásum. Netárásir eru daglegt brauð í hinum stafræna heimi og nánast öll fyrirtæki og allar stofnanir geta reiknað með því að verða á einhverjum tímapunkti fyrir slíkri árás. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá net- og upplýsingafyrirtækinu Syndis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ástandið í netöryggismálum hér á landi væri afar slæmt. „Það er eiginlega hálf sorglegt að við skulum sjá sömu veikleikana sérstaklega í hugbúnaði ár eftir ár eftir ár og fer ekki batnandi. Ef ég á að vera svartsýnn þá myndi ég segja að ástandið væri bara mjög slæmt,“ segir Theodór. Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir mjög erfitt að meta umfang netárása á íslensk fyrirtæki. „Það má gera ráð fyrir því að við séum í nákvæmlega sömu stöðu og aðrar þjóðir þar sem eru stöðugar netárásir í gangi alla daga allt árið. Það má gera ráð fyrir því að svo sé líka hér á Íslandi,“ segir Hrafnkell. Nýlega varð Veðurstofa Íslands fyrir netárás sem varð til þess að einstakar mælistöðvar úti á landi hættu að senda gögn. „Skynjarakerfi Veðurstofunnar vaktar ýmiss konar náttúrustöður á Íslandi. Veður, eldgos og ég veit ekki hvað. Ef það hefði farið þannig að skynjarar hefðu ekki virkað þegar á þurfti að halda þá hefði þetta verið dauðans alvara,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir að efla þurfi netöryggi verulega hér á land. Hann bindur vonir við frumarp sem nú er í smíðum hjá samgönguráðuneytinu og segir nauðsynlegt að koma upp samhæfingu milli aðila til að samræma aðgerðir gegn árásum. „Við erum langt á eftir nágrannalöndum okkar hvað þessi mál varðar. Víða erlendis eru settir verulegir fjármunir og tími og mannskapur í það að vinna þessa vinnu. Hér á landi er þetta ennþá mjög takmarkað,“ segir Hrafnkell.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira