Innlent

Hitaskil nálgast landið

Birgir Olgeirsson skrifar
Líkur eru á rigningu í dag.
Líkur eru á rigningu í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Hitaskil eru stödd vestur af landinu og munu þau nálgast landið í dag. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að þykkna muni upp með morgninum og er búist við suðaustan átt, átta til fimmtán metrum á sekúndu. Rigningin sem fylgir skilunum heldur sér vestur af landinu í dag, en mikill raki mun fylgja loftinu sem leitar til lands og því líkur á að skúrum sunnan- og vestan til, einkum á Snæfells- og Reykjanesi.

Um austanvert landið verður hægari vindur og léttir til norðaustan- og austanlands með deginum, en síðdegis má búast við lítils háttar rigningu eða súld á Suðausturlandi. Hiti 8 til 13 stig í dag, en allt að 16 stiga hiti norðanlands.

Áframhaldandi suðaustanátt á morgun, víða 10-15 m/s og dálítil væta um sunnanvert landið en hægari norðanlands og léttskýjað.

Veðurhorfur á landinu næstu daga: 

Á föstudag:
Suðaustan 10-18 m/s sunnan- og vestan til, en annars hægari. Skýjað og lítils háttar rigning, en bjartviðri fyrir norðan- og austanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á laugardag:
Suðaustan, 5-13 m/s, hvassast með Suðurströndinni. Rigning sunnan- og vestanlands, en léttskýjað norðaustantil. Hiti víða 9 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt, 3-8 og víða dálítil rigning, en úrkomulítið syðst um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðvestlæg átt og rigning eða súld um norðanvert landið en skýjað með köflum og stöku skúrir sunnanlands. Hiti 6 til 11 stig.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir vestalæga átt og lítilsháttar rigningu norðan- og vestanlands en léttskýjað á Suðausturlandi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast suðaustantil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.