Innlent

Vilja að nöfn lækna prýði nýjar götur við Landspítalann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hinar nýju götur munu verða til í tengslum við byggingu nýja Landspítalans.
Hinar nýju götur munu verða til í tengslum við byggingu nýja Landspítalans. Vísir/Vilhelm
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur varpað þeirri spurningu til götunafnanefndar hvort ekki sé tilefni til þess að nefna nýjar götur í grennd við Landspítalann „eftir fólki sem hefur lagt fram mikilvægan skerf til lækninga á Íslandi.“

Þetta kemur fram í bókun ráðsins sem fundaði í gær en á fundi ráðsins fyrir viku hafnaði það tillögum nafnanefndar á nýjum götuheitum við Landspítalann. Byggðist sú tillaga á að göturnar yrðu meðal annars nefndar eftir þekktum lækningarjurtum en meðal þeirra götuheita sem nefndin lagði til var Njólagata og Fífilsgata.

Í bókun ráðsins segir að það fagni þeim fjölmörgu nýju götuheitum sem götunafnanefnd hafi gert tillögu að að undanförnu en spyr hvort ekki sé við hæfi að nefna göturnar með mannanöfnum.

„Ráðið telur það góða hugmynd að nefna götur á Landspítalalóðinni eftir fólki sem hefur lagt fram mikilvægan skerf til lækninga á Íslandi. Ráðið beinir þeirri spurningu til götunafnanefndar hvort ekki megi hafa það þannig á allri lóðinni,“ segir í bókun ráðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×