Innlent

Agnes biskup bað Þóri um að stíga til hliðar

Birgir Olgeirsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm
Séra Þórir Stephensen hefur orðið við beiðni biskups um að taka ekki að sér athafnir eða þjónustu á vettvangi kirkjunnar. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar M. Sigurðardóttur til presta í vikunni en bréfið er birt í blaði DV í dag.

Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.
Séra Þórir hefur viðurkennt að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir 65 árum. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum.

Þórir hefur starfað sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp.

Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans.

Þar gekkst Þórir við brotum sínum en fékk að koma fram í kirkjulegum athöfnum og að predika.

Nú hefur orðið breyting á því, að því er fram kemur í bréfi biskups sem DV greinir frá í dag.


Tengdar fréttir

Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum

Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×