Lífið

Fyrrverandi Nicki Minaj segir hana hafa ráðist á sig með hníf

Bergþór Másson skrifar
Nicki Minaj á sviðinu.
Nicki Minaj á sviðinu. Vísir/Getty

Rappararnir og fyrrverandi parið, Nicki Minaj og Safaree Samuels, létu hvort annað heyra það á Twitter í dag. Safaree segist hafa verið lagður inn á spítala eftir stunguárás frá Nicki. Nicki þverneitar fyrir þetta.

Nicki Minaj og Safaree voru saman í 12 ár þangað til þau hættu saman árið 2014. Safaree er rappari eins og Nicki en ferill hans hefur þó aldrei náð sömu hæðum og Nicki hefur náð, og er hann nú til dags þekktastur fyrir það eitt að vera fyrrverandi kærasti stórstjörnunnar.

Nicki lastar Safaree á Twitter síðu sinni og kallar hann öllum illum nöfnum vegna ásakananna.

Að lokum segir Nicki að hún vilji einblína á það jákvæða í lífi sínu en hún gaf út plötuna Queen í síðustu viku við góðar undirtekir gagnrýnenda og aðdáenda.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.