Tónlist

Cardi B hættir við tónleikaferðalag: „Ég vanmat þetta mömmudæmi“

Bergþór Másson skrifar
Cardi B og Bruno Mars á sviðinu saman.
Cardi B og Bruno Mars á sviðinu saman. Vísir/Getty
Rapparinn Cardi B tilkynnti það í gær að hún muni ekki túra um Bandaríkin með poppstjörnunni Bruno Mars, eins og planað var. Ástæða þess er að hún vill frekar einbeita sér að móðurhlutverkinu.

Cardi B skaust hratt upp á stjörnuheiminn í fyrra og er orðin einn vinsælasti rappari heims. Hún greindi fyrst frá því að hún ætti von á barni í beinni sjónvarpsútsendingu skemmtiþáttarins Saturday Night Live í apríl síðastliðnum.

Cardi B eignaðist dóttur sína, sem ber nafnið Kulture, með rapparanum Offset nú í byjun júlí.

Cardi segir í forfallartilkynningu á Instagram að hún hafði haldið að sex vikur yrðu nóg til þess að ná sér eftir fæðinguna, bæði andlega og líkamlega. Einnig hélt hún að hún gæti tekið dóttur sína með á tónleikaferðalagið, en læknar mældu gegn því.

Þetta er fyrsta barn hinnar 26 ára Cardi B og í forfallatilkynningunni segist hún hafa „vanmetið þetta mömmudæmi.“

Bruno Mars sjálfur tók þessu ekki ekki nærri sér og sagðist skilja Cardi fullkomlega. Ekki er komið í ljós hver muni koma í stað Cardi á tónleikaferðalaginu.

Í byrjun árs gáfu þau Cardi B og Bruno Mars út lagið Finesse saman. Hér að neðan má hlusta á það.


Tengdar fréttir

Voru orðin hjón þegar þau trúlofuðu sig

Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur frá því að hjónin hefðu sótt um hjúskaparvottorð þann 20. september 2017, og höfðu þau þá þegar gengið í hnapphelduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×