Lífið

Dóttir Cardi B og Offset komin í heiminn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Cardi B og Offset troða upp í Atlanta í júní síðastliðnum.
Cardi B og Offset troða upp í Atlanta í júní síðastliðnum. Vísir/Getty

Rapparinn Cardi B er búin að eiga dóttur sína en hin nýbakaða móðir greindi frá þessu á Instagram-reikningi sínum í dag. Cardi B eignaðist barnið með eiginmanni sínum, rapparanum Offset, en sú stutta hefur hlotið nafnið Kulture Kiari Cephus.

Þá fylgir fæðingardagur Kulture með en hún kom í heiminn í gær, 10. júlí. Færsluna má sjá hér að neðan.


 
Kulture Kiari Cephus 07/10/18 @offsetyrn
A post shared by Cardi B Official IG (@iamcardib) on

Cardi B skaust hratt upp á stjörnuheiminn í fyrra og er orðin einn vinsælasti rappari heims. Hún greindi fyrst frá því að hún ætti von á barni í beinni sjónvarpsútsendingu skemmtiþáttarins Saturday Night Live í apríl síðastliðnum.

Þá hefur samband hennar og Offsett, sem er einn þriggja meðlima hljómsveitarinnar Migos, vakið mikla athygli en þau héldu hjónabandi sínu leyndu í marga mánuði eftir að þau gengu í hnapphelduna.

Kulture Kiari er fyrsta barn móður sinnar en fjórða barn föður síns. Offset hefur greinilega haft mikil áhrif á valið á nafni dótturinnar en hann heitir Kiari að eiginnafni auk þess sem önnur plata Migos ber titilinn Culture.


Tengdar fréttir

Voru orðin hjón þegar þau trúlofuðu sig

Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur frá því að hjónin hefðu sótt um hjúskaparvottorð þann 20. september 2017, og höfðu þau þá þegar gengið í hnapphelduna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.