Nýjasta kvikmynd leikstjóra La La Land hlaðin lofi í Feneyjum Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2018 11:10 Ryan Gosling leikur geimfarann Neil Armstrong í myndinni. Universal Pictures Gagnrýnendur hafa hlaðið nýjustu mynd leikstjórans Damien Chazelle lofi. Chazelle þessi á að baki myndirnar Whiplash og La La Land en nýjasta mynd hans heitir First Man og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. Myndin segir frá ævi bandaríska geimfarans Neil Armstrong, sem var sá fyrsti til að stíga fæti á tunglið á sjöunda áratug síðustu aldar. Ryan Gosling leikur Armstrong í þessari mynd en Claire Foy, sem er hvað þekktust fyrir að leika Elísabetu Englandsdrottningu í The Crown, leikur eiginkonu Armstrongs Janet Hearon. Corey Stohl, sem lék í House of Cards, leikur geimfarann Buzz Aldrin. Þetta er í annað sinn sem Chazelle og Gosling leiða saman hesta sína en Gosling lék annað af aðalhlutverkunum í La La Land. Chazelle var hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn myndarinnar. First Man verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í október næstkomandi en hún verður frumsýnd 12. október á Íslandi.Gagnrýnendur benda á að ef áhorfendur eru að leita eftir upplýsingum um þessa ferð til tunglsins, þá sé betra fyrir þá að lesa sér til um það því myndin fjallar mun fremur um áhrif geimferðarinnar á manneskjurnar. Þá er einnig nefnt að myndin geri lítið út á bandaríska þjóðrembu. Vissulega hafi Bandaríkjamenn verið í kapphlaupi við Sovétríkin um að verða fyrstir til tunglsins, en myndin segi mun fremur sögu af seiglu og fórnum sem færðar voru til að komast þangað. Er Ryan Gosling hrósað fyrir leik sinn og sagður túlka Armstrong sem gáfaðan og framsækinn mann sem lært hefur að bæla tilfinningar sínar til að ná markmiðum sínum. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gagnrýnendur hafa hlaðið nýjustu mynd leikstjórans Damien Chazelle lofi. Chazelle þessi á að baki myndirnar Whiplash og La La Land en nýjasta mynd hans heitir First Man og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. Myndin segir frá ævi bandaríska geimfarans Neil Armstrong, sem var sá fyrsti til að stíga fæti á tunglið á sjöunda áratug síðustu aldar. Ryan Gosling leikur Armstrong í þessari mynd en Claire Foy, sem er hvað þekktust fyrir að leika Elísabetu Englandsdrottningu í The Crown, leikur eiginkonu Armstrongs Janet Hearon. Corey Stohl, sem lék í House of Cards, leikur geimfarann Buzz Aldrin. Þetta er í annað sinn sem Chazelle og Gosling leiða saman hesta sína en Gosling lék annað af aðalhlutverkunum í La La Land. Chazelle var hlaut Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn myndarinnar. First Man verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í október næstkomandi en hún verður frumsýnd 12. október á Íslandi.Gagnrýnendur benda á að ef áhorfendur eru að leita eftir upplýsingum um þessa ferð til tunglsins, þá sé betra fyrir þá að lesa sér til um það því myndin fjallar mun fremur um áhrif geimferðarinnar á manneskjurnar. Þá er einnig nefnt að myndin geri lítið út á bandaríska þjóðrembu. Vissulega hafi Bandaríkjamenn verið í kapphlaupi við Sovétríkin um að verða fyrstir til tunglsins, en myndin segi mun fremur sögu af seiglu og fórnum sem færðar voru til að komast þangað. Er Ryan Gosling hrósað fyrir leik sinn og sagður túlka Armstrong sem gáfaðan og framsækinn mann sem lært hefur að bæla tilfinningar sínar til að ná markmiðum sínum.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein