Ekki frost í kortunum næstu vikuna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2018 18:45 Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór. Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Veðurstofan hvetur eigendur trampólína og garðhúsgagna til þess að huga að þessum hlutum í kvöld en kröpp lægð gengur yfir vestan, suðvestan og sunnanvert landið í kvöld og nótt. Verstu hviðurnar farið yfir þrjátíu og fimm metra á sekúndu á miðhálendinu. Veðurstofan sendi frá sé gula viðvörun vegna lægðarinnar sem nú þegar hefur gengið inn á sunnan og vestanvert landið. Hviður geta hæglega farið yfir 30 m/s við fjöll og nálægt 40 m/s á norðanverðu hálendinu. Margir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með veðurfarið, sérstaklega á suðuvestur horninu í sumar en nú eru líkur á að það eigi ekkert eftir að skána því haustlægðirnar eru farnar að stilla sé upp. Er sumarið búið? „Það er nú full mikið að segja að sumarið sé búið, við erum samt að renna inn í september og haustið að koma. Lægðirnar sem eru að koma núna eru dýpri,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Viðvörunin nú miðaði að því að fólk mynd líta í nær umhverfi sitt og gera viðeigandi ráðstafanir með trampólín og garðhúsgögn sem geta tekist á loft. „Við skulum bara tryggja að þetta komi okkur ekki alltaf í opna skjöldu og eins og ég sagði ganga frá hlutunum og tryggja að við verðum ekki fyrir tjóni,“ segir Theodór. Theodór segir að lægðin nú verði hvað verst yfir Faxaflóa og á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann bætir við að einnig þurfi að líta til miðhálendisins á þessum tíma árs. „Svo erum við með ferðamenn sem eru staddir á vegunum og einnig uppi á hálendinu og það getur verið hvasst uppi á hálendinu, 30 til 40 m/s. og þar er fólk jafnvel statt í tjöldum þannig að það þarf að ná til þessa fólksm," segir Theodór. Lægðin sem nú gengur yfir er sú fyrsta í röð nokkurra sem eru væntanlegar næstu vikuna hér sunnan og vestan lands en bjartviðri verður fyrir norðan og austan.Er mikil úrkoma sem að fylgir þessu? „Já það er dálítið magn í þessum skilum sem að eru að koma í kvöld. Það reyndar gengur hratt yfir og svo erum við með skúraleiðingar sem að geta skilað einhverju í mælanna á morgun og laugardaginn og svo bætist alltaf við þegar fleiri lægðir og fleiri skil koma upp að landi,“ segir Theodór.Er eitthvað frost í kortunum? „Nei það er ekki að sjá neina grimma norðan átt í þessu næstu daga,“ segir Tehodór.
Tengdar fréttir Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54 Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Biðja fólk um að tryggja lausamuni vegna hressilegs hvassviðris Ekki ráðlagt að vera á ferð eftirvagna á borð við hjólhýsi. 30. ágúst 2018 14:54
Hraustlegt hvassviðri í kvöld Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. 30. ágúst 2018 06:51