Hraustlegt hvassviðri í kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 06:51 Það mun blása töluvert víðsvegar landinu í dag. Veðurstofan Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. Þá getur jafnframt orðið mjög hvasst á miðhálendinu eftir því sem líður á daginn. Lægð sem liggur við Hvarf þessa stundina mun framkalla vaxandi suðlæga átt í dag og munu önnur skil, sem koma í kvöld, verða nokkuð hraustleg að sögn Veðurstofunnar. Spáð er stífri sunnan- og suðaustanátt með rigningu, þar af talsverðri rigningu sunnan og suðaustantil í nótt og í fyrramálið. Hviður við fjöll geta farið upp í 30 m/s og jafnvel 40 m/s á hálendinu. Gular viðvaranir eru í gildi og er fólki bent á þær. „Það er ekki útlit fyrir að þessi lægð slái nein met en hún getur engu að síður haft áhrif ef aðgát er ekki höfð, til dæmis hjá tjaldferðalöngum, bílum með aftanívagna og fólki með trampólín og laus garðhúsgögn í nærumhverfi sínu,“ segir veðurfræðingur. Þá frysti einnig víða á landinu í nótt - enda hægur vindur og víða léttskýjað. Næstu nótt er ekki útlit fyrir að hiti fari undir frostmark, en með lækkandi sólu má eðlilega gera ráð fyrir að þetta gerist aftur og aftur á næstu vikum enda ekki mikið eftir af sumrinu. Það stefnir svo í suðvestan strekking og skúri eða rigningu sunnan- og vestanlands á morgun og laugardag. Annars verður hægari vindur og bjartara veður.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning, einkum SA-lands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum, en léttir til N- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-horninu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en strekkingur syðst. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag:Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða væta með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu fyrir norðan og kólnandi veðri, en bjart með köflum syðra. Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Veðurstofan varar við töluverðu hvassviðri á Suður- og Vesturlandi síðar í dag. Þá getur jafnframt orðið mjög hvasst á miðhálendinu eftir því sem líður á daginn. Lægð sem liggur við Hvarf þessa stundina mun framkalla vaxandi suðlæga átt í dag og munu önnur skil, sem koma í kvöld, verða nokkuð hraustleg að sögn Veðurstofunnar. Spáð er stífri sunnan- og suðaustanátt með rigningu, þar af talsverðri rigningu sunnan og suðaustantil í nótt og í fyrramálið. Hviður við fjöll geta farið upp í 30 m/s og jafnvel 40 m/s á hálendinu. Gular viðvaranir eru í gildi og er fólki bent á þær. „Það er ekki útlit fyrir að þessi lægð slái nein met en hún getur engu að síður haft áhrif ef aðgát er ekki höfð, til dæmis hjá tjaldferðalöngum, bílum með aftanívagna og fólki með trampólín og laus garðhúsgögn í nærumhverfi sínu,“ segir veðurfræðingur. Þá frysti einnig víða á landinu í nótt - enda hægur vindur og víða léttskýjað. Næstu nótt er ekki útlit fyrir að hiti fari undir frostmark, en með lækkandi sólu má eðlilega gera ráð fyrir að þetta gerist aftur og aftur á næstu vikum enda ekki mikið eftir af sumrinu. Það stefnir svo í suðvestan strekking og skúri eða rigningu sunnan- og vestanlands á morgun og laugardag. Annars verður hægari vindur og bjartara veður.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðaustan 10-18 m/s árla dags og talsverð rigning, einkum SA-lands. Síðan suðvestan 8-13 með skúrum, en léttir til N- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA-horninu. Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en bjartviðri NA- og A-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á A-landi. Á sunnudag:Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s en strekkingur syðst. Væta um landið vestanvert, en bjartviðri að mestu A-lands. Hiti 7 til 12 stig. Á mánudag:Suðlæg átt og fer að rigna S- og V-lands þegar líður á daginn, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag:Suðvestlæg eða breytileg átt og víða væta með köflum. Hiti 7 til 13 stig. Á miðvikudag:Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu fyrir norðan og kólnandi veðri, en bjart með köflum syðra.
Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira