Innlent

Ferðamaður grunaður um nauðgun úrskurðaður í farbann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum.
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um gróf kynferðisbrot á börnum. Vísir/ernir

Erlendur ferðamaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 22. október næstkomandi að kröfu lögreglunnar á Vesturlandi. Maðurinn er grunaður um nauðgun og sat hann í gæsluvarðhaldi þangað til í gær en var sleppt úr haldi.

Í farbannsúrskurði Landsréttar segir að maðurinn hafi komið hingað til lands sem ferðamaður. Er hann grunaður um hafa nauðgað konu fyrr í sumar. Í málinu liggja fyrir skýrslur tveggja vinkvenna konunnar sem lögregla telur að styrkji frásögn brotaþola.

Þá segir einnig í úrskurði Landsréttar að við yfirheyrslur hafi framburður mannsins verið á allt annan veg en framburður brotaþola. Einnig liggja fyrir framburður bróður mannsins sem og félaga sem styðji frásögn ferðamannsins að hluta, en staðfesti einnig viðbrögð brotaþola og uppnám hennar eftir atburðinn.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur maðurinn lýst því yfir að hann hyggist fara af landinu þegar löglegum dvalartíma hans ljúki hér á landi.

Telur lögregla að verulega hætta sé á maðurinn muni reyna að yfirgefa Ísland í þeim tilgangi að koma sér með einum eða öðrum hætti undan rannsókn, málsókn eða fullnustu refsingar.

Féllst Landsréttur á það veruleg hætta væri á að maðurinn myndi reyna að yfirgefa landið og var hann því úrskurðaður í farbann til 22. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.