Innlent

Stór sveitarfélög í ágætum plús

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi í fyrra.
Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi í fyrra. Vísir

Rekstur samstæðu Reykjavíkurborgar var jákvæður um 9,1 milljarð króna á fyrri hluta ársins. Áætlanir gerðu ráð fyrir 9,2 milljarða afgangi.

Niðurstaða A-hluta, það er þeirr­ar starfsemi sem að hluta eða öllu leyti byggir á skatttekjum, var jákvæð um rúma 3,7 milljarða sem var betri afkoma en áætlað var. Er það einkum vegna hærri tekna af sölu byggingarréttar, að því er segir í tilkynningu frá borginni.

Sjá einnig: Níu milljarða afgangur af rekstri borgarinnar

Rekstur samstæðu Kópavogsbæjar var jákvæður um 502 milljónir króna á fyrri hluta ársins, miðað við átta milljóna króna áætlun.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að helstu ástæður mismunarins séu þær að skatttekjur voru umfram áætlun, verðbólga lægri en ráð var fyrir gert og söluhagnaður vegna lóðaúthlutana og sölu á fasteignum í Fannborg. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.