Níu milljarða afgangur af rekstri borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2018 14:20 Fulltrúar í nýjum meirihluta Reykjavíkurborgar að loknum kosningum í maí. Vísir/Vilhelm Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstur A hluta er jákvæður um tæplega fjóra milljarða. Borgarstjóri segir niðurstöðuna til marks um sterkan resktur borgarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar var jákvæð um 3.7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1.8 milljarða á tímabilinu. Niðurstaðan er því tæplega tveimur milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af hærri tekjum af sölu byggingarréttar, sem var 2.113 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.564 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.528 mkr eða 2.036 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 9.146 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 9.261 mkr.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að um sé að ræða mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og fjárfestingar hennar mjög miklar, hvort sem er í stóru eða smáu. „Við erum að bjóða upp á ókeypis námsgögn í fyrsta sinn, höfum aldrei malbikað eins mikið og núna og erum að byggja skóla og íþróttamannvirki víða í borginni. Um leið og við erum sækja fram á öllum sviðum, þá erum við að skila þessari sterku rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði ársins,” segir Dagur. Helstu frávik frá áætlun samstæðu megi rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 15,8 milljarða króna sem er tæplega þremur milljörðum króna betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 597.871 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 302 milljarðar króna. Skuldir Orkuveitunnar vega þar þyngst. Eigið fé hafi verið 296 milljarða rkóna en þar af hlutdeild meðeigenda 16 milljarðar króna. „Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 49,6% en var 49,0% um síðustu áramót.“Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstur A hluta er jákvæður um tæplega fjóra milljarða. Borgarstjóri segir niðurstöðuna til marks um sterkan resktur borgarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar var jákvæð um 3.7 milljarða króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1.8 milljarða á tímabilinu. Niðurstaðan er því tæplega tveimur milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af hærri tekjum af sölu byggingarréttar, sem var 2.113 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.564 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.528 mkr eða 2.036 mkr umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 9.146 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 9.261 mkr.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að um sé að ræða mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar og fjárfestingar hennar mjög miklar, hvort sem er í stóru eða smáu. „Við erum að bjóða upp á ókeypis námsgögn í fyrsta sinn, höfum aldrei malbikað eins mikið og núna og erum að byggja skóla og íþróttamannvirki víða í borginni. Um leið og við erum sækja fram á öllum sviðum, þá erum við að skila þessari sterku rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði ársins,” segir Dagur. Helstu frávik frá áætlun samstæðu megi rekja til lægri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, og hærri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 15,8 milljarða króna sem er tæplega þremur milljörðum króna betri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 597.871 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 302 milljarðar króna. Skuldir Orkuveitunnar vega þar þyngst. Eigið fé hafi verið 296 milljarða rkóna en þar af hlutdeild meðeigenda 16 milljarðar króna. „Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 49,6% en var 49,0% um síðustu áramót.“Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar¬svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira