Bæði fráskilin, kynntust á Facebook og nú gift: „Þetta var ást við fyrsta orð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2018 10:30 Almar hélt í fyrstu að hann ætti ekki séns í Heiðdísi. Vala Matt fór í ævintýraleiðangur þar sem hún ræddi við hjón sem kynntust á Facebook. Fyrirsætan og snyrtifræðingurinn Heiðdís Steinsdóttir samþykkti vinabeiðni á Facebook frá manni sem hún þekkti ekki neitt, Almari Eiríkssyni framkvæmdastjóra, og við það breyttist allt hennar líf. Í dag eru þau yfir sig ástfangin og hamingjusamlega gift. „Einn daginn fékk ég vinabeiðni. Við áttum alveg þónokkra sameiginlega vini og því samþykkti ég hann sem vin minn,“ segir Heiðdís í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo svona vika seinna fæ ég skilaboð og hann byrjar á því að þakka mér fyrir að samþykkja sig sem vin og spyr mig hvort ég væri til í smá spjall. Ég hugsaði bara já, af hverju ekki. Ég svaraði honum játandi en vildi nú bara létt spjall.“Varð alltaf alvarlegra Heiðdís segir að með tímanum hafi spjallið undið upp á sig og orðið alvarlegra og alvarlegra. „Ég ákvað að senda og sé ekki eftir því. Hún var svolítið treg í fyrstu, en þetta gekk og við spjölluðum og spjölluðum,“ segir Almar.Fallega saga.„Við spjölluðum saman á messenger í um einn mánuð þar til að hann fór í veiði með vinum sínum. Þá sagði ég honum að hann mætti fá símanúmerið mitt og gæti hringt þegar hann væri kominn inn í hús eftir veiði dagsins,“ segir Heiðdís og Almar hringdi síðan um kvöldið og var það í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. „Við töluðum saman í tvo þrjá klukkutíma og það var einhver fótboltaleikur í gangi og hann mátti sko ekkert vera að því að horfa á leikinn og drengirnir sem voru með honum voru bara látnir bíða. Svo kom hann í bæinn og þá var kominn tíma til að við myndum hittast í fyrsta skipti. Við hittumst í grasagarðinum á Kaffi Flóru.“Ég á ekki séns „Ég sá bara þetta yndislega fallega bros sem kom á móti mér. Ég hugsaði með mér, nei ekki séns,“ segir Almar sem taldi að hann ætti ekki möguleika í svona flotta konu. Þetta væri 1. deildin. „Við sátum þarna í fjóra klukkutíma og töluðum og töluðum. Maður varð alltaf meira og meira heilluð. Maður fann það og sá að skrifin áttu alveg við það sem maður var að hitta og tala við. Svo hittumst við daglega eftir það. Ég var að fara út til útlanda eftir tvo mánuði og hugsaði fljótalega, æji ég bíð honum bara með,“ segir Heiðdís en saman fóru þau til Alicante á Spáni. Heiðdís rifjar upp yndislega göngu við ströndina á Spáni. „Þegar við erum komin út að enda við tangann fer minn bara niður á hné og segist ekki hafa undirbúið þetta neitt en biður mig bara um að giftast sér. Ég sagði bara strax já, en ekki hvað. Allir sem stóðu í kring klöppuðu og var þetta eins og í bíómynd.“ „Þetta var ást við fyrsta orð. Þegar við hittumst var eins og við hefðum þekkst lengi,“ segir Almar. Eftir þriggja mánaða samband voru þau orðin trúlofuð og farinn að búa saman. Tveimur árum síðar giftu þau sig á Akureyri. Sjáið þessa dásamlegu ástarsögu hér að neðan. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Vala Matt fór í ævintýraleiðangur þar sem hún ræddi við hjón sem kynntust á Facebook. Fyrirsætan og snyrtifræðingurinn Heiðdís Steinsdóttir samþykkti vinabeiðni á Facebook frá manni sem hún þekkti ekki neitt, Almari Eiríkssyni framkvæmdastjóra, og við það breyttist allt hennar líf. Í dag eru þau yfir sig ástfangin og hamingjusamlega gift. „Einn daginn fékk ég vinabeiðni. Við áttum alveg þónokkra sameiginlega vini og því samþykkti ég hann sem vin minn,“ segir Heiðdís í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo svona vika seinna fæ ég skilaboð og hann byrjar á því að þakka mér fyrir að samþykkja sig sem vin og spyr mig hvort ég væri til í smá spjall. Ég hugsaði bara já, af hverju ekki. Ég svaraði honum játandi en vildi nú bara létt spjall.“Varð alltaf alvarlegra Heiðdís segir að með tímanum hafi spjallið undið upp á sig og orðið alvarlegra og alvarlegra. „Ég ákvað að senda og sé ekki eftir því. Hún var svolítið treg í fyrstu, en þetta gekk og við spjölluðum og spjölluðum,“ segir Almar.Fallega saga.„Við spjölluðum saman á messenger í um einn mánuð þar til að hann fór í veiði með vinum sínum. Þá sagði ég honum að hann mætti fá símanúmerið mitt og gæti hringt þegar hann væri kominn inn í hús eftir veiði dagsins,“ segir Heiðdís og Almar hringdi síðan um kvöldið og var það í fyrsta skipti sem þau töluðu saman í síma. „Við töluðum saman í tvo þrjá klukkutíma og það var einhver fótboltaleikur í gangi og hann mátti sko ekkert vera að því að horfa á leikinn og drengirnir sem voru með honum voru bara látnir bíða. Svo kom hann í bæinn og þá var kominn tíma til að við myndum hittast í fyrsta skipti. Við hittumst í grasagarðinum á Kaffi Flóru.“Ég á ekki séns „Ég sá bara þetta yndislega fallega bros sem kom á móti mér. Ég hugsaði með mér, nei ekki séns,“ segir Almar sem taldi að hann ætti ekki möguleika í svona flotta konu. Þetta væri 1. deildin. „Við sátum þarna í fjóra klukkutíma og töluðum og töluðum. Maður varð alltaf meira og meira heilluð. Maður fann það og sá að skrifin áttu alveg við það sem maður var að hitta og tala við. Svo hittumst við daglega eftir það. Ég var að fara út til útlanda eftir tvo mánuði og hugsaði fljótalega, æji ég bíð honum bara með,“ segir Heiðdís en saman fóru þau til Alicante á Spáni. Heiðdís rifjar upp yndislega göngu við ströndina á Spáni. „Þegar við erum komin út að enda við tangann fer minn bara niður á hné og segist ekki hafa undirbúið þetta neitt en biður mig bara um að giftast sér. Ég sagði bara strax já, en ekki hvað. Allir sem stóðu í kring klöppuðu og var þetta eins og í bíómynd.“ „Þetta var ást við fyrsta orð. Þegar við hittumst var eins og við hefðum þekkst lengi,“ segir Almar. Eftir þriggja mánaða samband voru þau orðin trúlofuð og farinn að búa saman. Tveimur árum síðar giftu þau sig á Akureyri. Sjáið þessa dásamlegu ástarsögu hér að neðan.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira