Innlent

Vætusamt víðast hvar í vikunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Regngallinn hefur verið staðalbúnaður í höfuðborginni í sumar. Hann ætti að vera við höndina næstu daga.
Regngallinn hefur verið staðalbúnaður í höfuðborginni í sumar. Hann ætti að vera við höndina næstu daga. Vísir/ernir

Landsmenn eiga von á rigningu í flestum landsfjórðungum þessa vikuna þegar skóli hefst á ný í grunnskólum landsins og öðrum menntastigum.

Í dag gera veðurfræðingar ráð fyrir sunnan 3-8 m/s og rigningu, en skýjað á Norðaustur- og Austurlandi og stöku skúrir þar síðdegis. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig en hlýjast verður NA-til. Gert er ráð fyrir hita á bilinu 8 til 12 stig á höfuðborgarsvæðinu þar sem skýjað verður á köflum og skúrir.

Hæg breytileg átt verður á morgun. Skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis, en rigning fram eftir degi SA-lands. Hiti 8 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Hæg suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning fram eftir degi SA-lands, annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil rigning eða súld um landið N-vert, en skýjað með köflum syðra og skúrir síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast syðst á landinu.

Á föstudag:
Norðanátt og rigning með köflum, en þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 14 stig, mildast suðvestantil á landinu.

Á laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu, en þurrt að kalla. Fer að rigna á Suður- og Vesturlandi um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austanátt með rigningu, en úrkomulítið um landið norðanvert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.