Lífið

Jon Stewart tók að sér geitur sem fundust á lestarteinum

Sylvía Hall skrifar
Fyndinn með stórt hjarta.
Fyndinn með stórt hjarta. Vísir/Getty
Fyrrum spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Jon Stewart ákvað að taka að sér tvær geitur sem fundust ráfandi um lestarteina í New York í vikunni. Þær munu búa á búgarði Stewart í Colts Neck í New Jersey.

Geiturnar, sem hafa fengið nafnið Billy og Willy, voru fjarlægðar af teinunum eftir að lestarstjóri tilkynnti um veru þeirra á teinunum. Þær voru svæfðar og færðar í öruggt skjól.



Stewart og eiginkona hans, Tracey McShane, eru miklir dýravinir og fluttu á búgarðinn eftir að spjallþáttastjórnandinn sagði skilið við The Daily Show árið 2015, en hann stjórnaði þættinum frá árinu 1999.





Búgarður þeirra hjóna er hugsaður til þess að bjarga dýrum sem hafa verið yfirgefin og sinna fræðslustarfi um dýravernd, en Tracey hefur lengi barist fyrir réttindum dýra og neytir ekki dýraafurða. Þá hefur Stewart sjálfur hætt að borða kjöt eftir að þau hjónin fóru að vinna í þágu dýraverndar.

Hér að neðan má sjá Jon Stewart sækja nýjustu fjölskyldumeðlimi sína, þá Billy og Willy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×