Lýsa yfir vonbrigðum með vegaáætlun: „Alkunna er alvarlegt ástand vegkaflans“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:11 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að fjármagn verði tryggt fyrir framkvæmdir á Reykjanesbrautinni. Um brýnt öryggismál sé að ræða. Lárus Karl Ingason Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að ráðherrar og Alþingismenn sjái til þess að í nýrri og endurskoðaðri vegaáætlun sem lögð verður fram á haustþingi, verði fjármagn tryggt til að ráðast í brýnar framkvæmdir á Reykjanesbrautinni í gegnum Hafnarfjörð. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að framkvæmdir við Reykjanesbraut séu ekki enn hafnar og að ekki sé gert ráð fyrir þeim í nýjustu útboðsverkefnum Vegagerðarinnar. Bæjarstjórnin fer þess á leit við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra að hann gefi skýringu á þessu. „Mikil fjölgun ferðamanna á undanförnum árum sem fara í gegnum Leifsstöð er fordæmalaus. Sú staðreynd ásamt mikilli fjölgun íbúa á Reykjanesi og í Hafnarfirði hefur leitt til þess að umferð um Reykjanesbraut hefur margfaldast. Þetta álag á einfalda brautina í gegnum Hafnarfjörð hefur leitt til mikilla umferðartafa á þeim kafla og sífellt fleiri slysa. Er því ljóst að ekki er hægt að bíða lengur með að ráðast í tvöföldun hennar á þeim kafla,“ kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórninni. Í bréfi Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, til samgönguráðherra lýsir hún yfir áhyggjum sínum af umferðaröryggi. „Alkunna er alvarlegt ástand vegkaflans, slys eru þar tíð og umferðarþungi gríðarlegur.“Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins.Vísir/stöð 2Sigurður Ingi, samgönguráðherra, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði gagnrýnina ekki eiga rétt á sér. Hann sagðist þó skilja óþolinmæli fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum. „Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér,“ sagði Sigurður. Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. 21. ágúst 2018 22:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að ráðherrar og Alþingismenn sjái til þess að í nýrri og endurskoðaðri vegaáætlun sem lögð verður fram á haustþingi, verði fjármagn tryggt til að ráðast í brýnar framkvæmdir á Reykjanesbrautinni í gegnum Hafnarfjörð. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að framkvæmdir við Reykjanesbraut séu ekki enn hafnar og að ekki sé gert ráð fyrir þeim í nýjustu útboðsverkefnum Vegagerðarinnar. Bæjarstjórnin fer þess á leit við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra að hann gefi skýringu á þessu. „Mikil fjölgun ferðamanna á undanförnum árum sem fara í gegnum Leifsstöð er fordæmalaus. Sú staðreynd ásamt mikilli fjölgun íbúa á Reykjanesi og í Hafnarfirði hefur leitt til þess að umferð um Reykjanesbraut hefur margfaldast. Þetta álag á einfalda brautina í gegnum Hafnarfjörð hefur leitt til mikilla umferðartafa á þeim kafla og sífellt fleiri slysa. Er því ljóst að ekki er hægt að bíða lengur með að ráðast í tvöföldun hennar á þeim kafla,“ kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórninni. Í bréfi Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, til samgönguráðherra lýsir hún yfir áhyggjum sínum af umferðaröryggi. „Alkunna er alvarlegt ástand vegkaflans, slys eru þar tíð og umferðarþungi gríðarlegur.“Tólf milljarðar verða settir í viðhald vega og á næstu þremur árum verða 16 og hálfur milljarður settur í uppbyggingu vegakerfisins.Vísir/stöð 2Sigurður Ingi, samgönguráðherra, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann sagði gagnrýnina ekki eiga rétt á sér. Hann sagðist þó skilja óþolinmæli fólks eftir að sjá framkvæmdir hefjast í sinni heimabyggð enda vegakerfið víða um land komið að þolmörkum. „Auðvitað á gagnrýnin engan rétt á sér, per se, en ég skil alveg pirring manna yfir því að það sé ekki allt í gangi heima hjá sér,“ sagði Sigurður.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. 21. ágúst 2018 22:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Sigurður Ingi segir gagnrýnina ekki eiga rétt á sér Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir gagnrýni tveggja bæjarstjóra um þá ákvörðun að opna fyrir útboð á Suðurlandsvegi áður en tvöföldun Reykjanesbrautar er lokið ekki eiga rétt á sér. 21. ágúst 2018 22:32