Langtímaspáin ber með sér bleytu og kulda Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 10:17 Fólk ætti að klæða sig í hlý regnföt ef marka má langtímaspá Einars Sveinbjörnssonar. VÍSIR/STEFÁN Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands. Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Það verður fremur kalt næstu vikur ef marka má langtímaveðurspá Einars Sveinbjörnssonar. Veðurfræðingurinn birti spána á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sem hann segir byggja á nýrri mánaðarspá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem og á upplýsingum úr gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Einar segir að spáin beri með sér „greinilegt háloftadrag“ sem eitt og sér gefi „ákveðna vísbendingu um veðrið“ framundan. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að það verði nokkuð svalt og vætusamt næstu vikur. Að sama skapi má búast við „leiðindahreti“ 29. ágúst - sem jafnan er kallaður Höfuðdagur. Gömul veðurtrú á Íslandi var á þá leið að veðurfar myndi batna með Höfuðdegi, eða eins og segir: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)." Langtímaspá Einars er eftirfarandi, en nánar má fræðast um hana í færslunni hér að neðan.Helgin 24. til 26. ágúst:Hæg N-átt og fremur kalt fyrir árstímann. Gránar í hærri fjöll norðan- og norðaustanlands. Næturfrost á hálendinu og á stöku stað einnig í byggð. Skúrir norðaustantil og síðdegisdembur einnig sunnanlands á morgun föstudag og laugardag. Sólríkt suðvestan- og vestanlands, en kvöld- og næturkul.Vikan 27. ág. til 2. sept:Háloftalægðardrag lengst af hér í grennd við landið og bæði svalt og fremur úrkomusamt í flestum landshlutum. Oftast vindur á milli NV og NA. Leiðindhret sennilega á höfuðdag. Hlýnar þó heldur undir helgina.Vikan 3. til 9. sept:Mestar líkur eða um 50% á því að þróist í fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu. Fari svo verður áfram fremur svalt, vindur milli S og NV. Væta sunnan- og vestanlands, en þurrir dagar á milli.30-40% líkur á ákveðnari lægðagangi við landið og með A- og NA-átt.10-20% líkur á mildum vindum lengst af af S eða SV og miklum rigningum sunnan og vestanlands.
Veður Tengdar fréttir Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Bjart og hlýtt í höfuðborginni um helgina Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við þokkalegu síðsumarveðri í dag. 24. ágúst 2018 07:10