Kýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 12:00 Kýrnar eru vel merktar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskin. Mynd/Skarphéðinn G. Þórisson, Náttúrustofu Austurlands Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira