Kýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 12:00 Kýrnar eru vel merktar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskin. Mynd/Skarphéðinn G. Þórisson, Náttúrustofu Austurlands Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira