Rannsakaði unga karlmenn sem telja konur skulda sér kynlíf Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:57 Hópur karlmanna sem kalla sig Incels, og hafa samskipti í gegnum internetið, telja sig hlunnfarna kynlífi og brýst það út í hatri gegn konum. Þetta eru yfirleitt félagslega einangraðir menn sem sækja stuðning til annarra í svipaðri stöðu. Arnór Steinn Ívarsson rannsakaði orðræðu Incels-samfélagsins. Róttæki sumarháskólinn stóð fyrir fyrirlestri fyrr í dag þar sem Arnór Steinn hélt erindi upp úr lokaverkefni sínu í félagsfræði um svokallað Incels samfélag sem finna má á internetinu. Incels mætti þýða sem: Skírlífur gegn eigin vilja og telja meðlimir hópsins sig hlunnfarna kynlífi sem brýst út í hatri gagnvart konum. Yfirskriftin var: Konur skulda okkur kynlíf: kvenhatur einhleypra karla á netinu. „Þeir telja sig fórnarkostnað stefnumótarmenningarinnar. Fallegt fólk fær að hittast og stunda kynlíf, á meðan þeir fá ekki að vera með,” segir Arnór.Arnór Steinn Ívarsson rannsakaði orðræðu Incels-samfélagsins.VísirÍ hópnum fer fram stuðningur og þar þrífst ljót orðræða í garð kvenna. Þrjú ofbeldisverk hafa verið framin í nafni hópsins. Eitt þeirra var framið núna í maí í Toronto, þar sem maður keyrði sendiferðabíl inn í hóp fólks. Hann segir enga svona hópa hér á Íslandi. „Það er pottþétt að einhverjir á Íslandi hlusti á boðskapinn og hugsi: þetta er góð hugmynd. En það er engin hreyfing hér á landi,” segir hann. Hann segir hægt að hjálpa öllum með sálrænni meðferð og ráðast þurfi á vandann þar sem hann byrjar „Incels vandamálið er bara hluti af mikið stærra vandamáli. Sem er klámmenning að eyðileggja upplifun ungs fólks á kynlífi. Þeir vita ekkert hvað kynlíf er. Þeir hafa aldrei upplifað það sjálfir. Það eina sem þeir upplifa af því er bara úr annaðhvort klámi, kvikmyndum eða sjónvarspþáttum. Þeirra hugmyndir um kynlíf eru frekar skrítnar, aukin kynfræðsla í skólum er númer eitt tvö og þrjú að sýna þessum krökkum hvað það er að stunda kynlíf,” segir hann. Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Incel hreyfingin: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi Alek Menassian, maðurinn sem drap 10 manns í Toronto, tilheyrði svokölluðu Incel samfélagi. 27. apríl 2018 21:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hópur karlmanna sem kalla sig Incels, og hafa samskipti í gegnum internetið, telja sig hlunnfarna kynlífi og brýst það út í hatri gegn konum. Þetta eru yfirleitt félagslega einangraðir menn sem sækja stuðning til annarra í svipaðri stöðu. Arnór Steinn Ívarsson rannsakaði orðræðu Incels-samfélagsins. Róttæki sumarháskólinn stóð fyrir fyrirlestri fyrr í dag þar sem Arnór Steinn hélt erindi upp úr lokaverkefni sínu í félagsfræði um svokallað Incels samfélag sem finna má á internetinu. Incels mætti þýða sem: Skírlífur gegn eigin vilja og telja meðlimir hópsins sig hlunnfarna kynlífi sem brýst út í hatri gagnvart konum. Yfirskriftin var: Konur skulda okkur kynlíf: kvenhatur einhleypra karla á netinu. „Þeir telja sig fórnarkostnað stefnumótarmenningarinnar. Fallegt fólk fær að hittast og stunda kynlíf, á meðan þeir fá ekki að vera með,” segir Arnór.Arnór Steinn Ívarsson rannsakaði orðræðu Incels-samfélagsins.VísirÍ hópnum fer fram stuðningur og þar þrífst ljót orðræða í garð kvenna. Þrjú ofbeldisverk hafa verið framin í nafni hópsins. Eitt þeirra var framið núna í maí í Toronto, þar sem maður keyrði sendiferðabíl inn í hóp fólks. Hann segir enga svona hópa hér á Íslandi. „Það er pottþétt að einhverjir á Íslandi hlusti á boðskapinn og hugsi: þetta er góð hugmynd. En það er engin hreyfing hér á landi,” segir hann. Hann segir hægt að hjálpa öllum með sálrænni meðferð og ráðast þurfi á vandann þar sem hann byrjar „Incels vandamálið er bara hluti af mikið stærra vandamáli. Sem er klámmenning að eyðileggja upplifun ungs fólks á kynlífi. Þeir vita ekkert hvað kynlíf er. Þeir hafa aldrei upplifað það sjálfir. Það eina sem þeir upplifa af því er bara úr annaðhvort klámi, kvikmyndum eða sjónvarspþáttum. Þeirra hugmyndir um kynlíf eru frekar skrítnar, aukin kynfræðsla í skólum er númer eitt tvö og þrjú að sýna þessum krökkum hvað það er að stunda kynlíf,” segir hann.
Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Incel hreyfingin: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi Alek Menassian, maðurinn sem drap 10 manns í Toronto, tilheyrði svokölluðu Incel samfélagi. 27. apríl 2018 21:00 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30
Incel hreyfingin: Eitruð karlmennska sem getur endað með ofbeldi Alek Menassian, maðurinn sem drap 10 manns í Toronto, tilheyrði svokölluðu Incel samfélagi. 27. apríl 2018 21:00