Innlent

Smíðar lírukassa og orgel í bílskúr í Hveragerði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Jóhann Gunnarsson, áttatíu og þriggja ára íbúi í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði hljóðfæra því hann hefur smíðað orgel og tvo lírukassa í bílskúrnum hjá sér við Bjarkarheiði 12 þar sem hann eyðir miklum tíma í í smíða allskonar hljóðfæri.



Lírukassarnir tveir sem hann hefur smíðað eru byggðir upp eins og pípuorgel en í stað þess að spilari spili á orgelið er því stýrt með sveif eða öðru sem smiðurinn velur. Jóhann smíðaði fallegt orgel fyrir nokkrum árum.



En getur hann spilað á orgelið?



„Nei, ég kann ekkert að spila, það er nú meinið, en ég fæ fólk sem kann að spila og kemur til mín til að spila á orgelið“, segir Jóhann hlæjandi.

Hér er Jóhann við nýjast lírukassann sem hann er að ljúka við að smíða.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Jóhann segir fátt skemmtilegra en hljóðfærasmíði inn í bílskúr.



„Þetta gefur mér mikið því það er svo gott að gríða í smíðina, þetta er fullt af smáhlutum. Maður tekur bara nokkra hluti í einu og svo setur maður þetta saman þegar allt er komið. Þetta er bara virkilega þægilegt og gaman“.



Þá er það nýjasti lírukassinn sem Jóhann er að klára að smíða.



„Hann er verulega stærri og þyngri en hinn en líka með tuttugu nótum og spilar sama tónsvið. Það spilar ekki af pappírsræmum heldur af litlu sd spjaldi sem ég get komið á óhemju af músík ef ég vildi“, segir Jóhann um leið og hann leyfir okkur að heyra í nýju græjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×