Sjáðu stökkin sem komu Valgarði í úrslit á EM í fimleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Valgarð Reinhardsson. Vísir/Getty Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100 Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira
Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100
Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira