Sport

Edda: Þurfti að sýna hugrekki, trú og styrk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaug Edda Hannesdóttir.
Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Guðlaugar Eddu Hannesdóttur

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir náði tuttugasta sæti á sínu fyrsta stórmóti og var ánægð með sitt fyrsta Evrópumót.

Guðlaug Edda sagði frá upplifun sinni af mótinu inn á fésbókarsíðu sinni þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með henni að reyna að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.

„Ánægð með gærdaginn á mínu fyrsta EM og fyrsta stórmóti! Ég endaði í topp 20 og fékk góð ÓL stig sem ég er ánægð með, sérstaklega á miðað við að vera rönkuð nr 37 fyrir keppni,“ skrifaði Guðlaug Edda.

„En sæti og stig skipta miklu minna máli fyrir mig heldur en hvernig ég brást við í öllum þeim erfiðu aðstæðum og áskorunum sem upp komu í keppninni. Þar sem þurfti að sýna hugrekki, trú og styrk. Ég er ánægðust af öllu með það,“ bætti hún við.

Guðlaug Edda kláraði keppnina á tveimur klukkutímum, fimm mínútur og 19 sekúndum. Hún var rétt rúmum sex mínútum á eftir Evrópumeistaranum Nicolu Spirig frá Sviss.

Guðlaug Edda var aðeins sextán sekúndum frá 19. sætinu en Rússinn Anastasia Abrosimova kom í mark á undan okkar konu.

33 komust alla leið í mark en ellefu náðu ekki að klára þessa krefjandi keppni.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.