Sjálfstæðiflokkurinn vill öflugri og víðtækari aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 21:36 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík segir aukafund velferðarráðs sem haldinn var í dag ekki hafa skilað þeim árangri sem vænst var til. Fundurinn fjallaði um vanda heimilislausra í borginni og var samþykkt tillaga um að ráðist í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn segir þó að alls átta tillögum stjórnarandstöðuflokkanna hafi verið vísað til stýrishópa, skrifstofu velferðarsviðs eða frestað. Enn fremur segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum tillögur meirihlutans sem hafi verið lagðar fram í dag séu á algjörum byrjunarreit. Sem dæmi sé ekki búið að ákveða hvar áðurnefnt skýli eigi að vera eða hvenær því verði komið upp.Sjá einnig: Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýliEgill Þór Jónsson, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkur, segir þær tillögur sem ræddar hafi verið í dag ekki taka á vandanum. Nauðsynlegt sé að fara í öflugri og víðtækari aðgerðir. „Þær aðgerðir sem boðaðar voru á fundinum í dag eru þar af leiðandi aðeins lítill plástur á stórt samfélagslegt vandamál sem hefur vaxið mikið síðustu ár,“ segir Egill Þór í tilkynningunni og bætir við: „Það þarf að bregðast strax við en það er farið að styttast í veturinn. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið enda fóru stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn fram á aukafund í velferðarráði fyrr í sumar og vildum við nýta tímann til að finna lausnir fyrir heimilislausa.“ „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík segir aukafund velferðarráðs sem haldinn var í dag ekki hafa skilað þeim árangri sem vænst var til. Fundurinn fjallaði um vanda heimilislausra í borginni og var samþykkt tillaga um að ráðist í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn segir þó að alls átta tillögum stjórnarandstöðuflokkanna hafi verið vísað til stýrishópa, skrifstofu velferðarsviðs eða frestað. Enn fremur segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum tillögur meirihlutans sem hafi verið lagðar fram í dag séu á algjörum byrjunarreit. Sem dæmi sé ekki búið að ákveða hvar áðurnefnt skýli eigi að vera eða hvenær því verði komið upp.Sjá einnig: Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýliEgill Þór Jónsson, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkur, segir þær tillögur sem ræddar hafi verið í dag ekki taka á vandanum. Nauðsynlegt sé að fara í öflugri og víðtækari aðgerðir. „Þær aðgerðir sem boðaðar voru á fundinum í dag eru þar af leiðandi aðeins lítill plástur á stórt samfélagslegt vandamál sem hefur vaxið mikið síðustu ár,“ segir Egill Þór í tilkynningunni og bætir við: „Það þarf að bregðast strax við en það er farið að styttast í veturinn. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið enda fóru stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn fram á aukafund í velferðarráði fyrr í sumar og vildum við nýta tímann til að finna lausnir fyrir heimilislausa.“ „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira