Grindhvalirnir sneru aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 08:57 Brúin virðist hindra hvalina í að synda aftur út úr Kolgrafafirði. Skjáskot Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37