Innlent

Óvissustigi aflétt vegna Skaftárhlaups

Samúel Karl Ólason skrifar
Hlaupið olli skemmdum á vegum.
Hlaupið olli skemmdum á vegum. Vísir/Einar árnason

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur aflétt óvissustigi vegna Skaftárhlaups og segir hlaupið yfirstaðið. Þetta tilkynnti stofnunin á Facebook í dag. Hlaupið hófst föstudaginn þriðja ágúst og er það næststærsta sem mælst hefur úr Skaftárkötlum.



Þjóðvegi eitt var lokað um tíma vegna hlaupsins nú og olli það skemmdum á Suðurlandsvegi. Hlaupinu var þó í raun lokið að mestu á fimmtudaginn þegar rennsli í Skaftá komst aftur í eðlilegt horf miðað við árstíma.



Skaftárhlaupið nú var stærra að rúmmáli til en hlaupið 2015 og eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá síðan mælingar hófust. Sambærileg hlaup að rúmmáli féllu 1970, 1982, 1984 og 1995 auk hlaupsins 2015.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×