Anna Mjöll seldi sig til að fjármagna eigin neyslu: „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna“ Bergþór Másson skrifar 14. ágúst 2018 19:45 Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen byrjaði að drekka og reykja kannabis fimmtán ára gömul. Þegar hún var 19 ára prófaði hún kókaín í fyrsta skipti og leiddist síðan út í harða neyslu og stundaði vændi til að fjármagna hana. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld í viðtali við Sindra Sindrason. Anna er ættleidd og eru báðir blóðforeldrar hennar látnir vegna eiturlyfjaneyslu. Anna var fimm ár í kannabis- og áfengisneyslu áður en hún sneri sér að kókaíni, sem hún fjármagnaði með því að stela úr vinnunni sinni, frá foreldrum og vinafólki.Sambýlismaðurinn lést af völdum ofneyslu Síðan þróaðist neyslan þegar hún prófaði kókaín í tvítugsafmæli sínu. „Eftir það var ég bara ég geri þetta aldrei aftur, og einni viku seinna var ég kominn á nákvæmlega sama stað, þetta er mjög lúmskt hvað maður heldur að maður hafi stjórn á þessu.“ segir Anna. Eftir stuttan tíma í kókaínneyslu yfirgaf Anna foreldrahús og flutti inn til 48 ára gamals manns í harðri eiturlyfjaneyslu sem hún hafði þá einungis þekkt í tvo daga. „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna, ég hélt að ég þyrfti að halda þessu lífi áfram og ég þyrfti að vera í neyslu, en ég vissi að ég gæti það ekki þarna.“ segir Anna um ákvörðunina að flytja burt frá foreldrum sínum. Þar versnaði neyslan og Anna byrjaði að stunda vændi heima hjá manninum til þess að fjármagna eiturlyfjakaupin. „Þetta fór svo hratt niður á við að ég var kominn á sama level og þessi maður sem var búinn að nota þessi efni í tíu ár, ég komst þangað bara á tvemur dögum.“ Anna seldi sig ítrekað heima hjá manninum og endaði á því að fara í geðrof og lenti á gjörgæslu. Eftir spítaladvölina fór hún svo aftur í sama neysluumhverfi. Þegar hún snéri aftur af spítalanum hafði maðurinn sem hún bjó hjá tekið of stóran skammt og látið lífið. Eftir að maðurinn lést varð neysla Önnu enn harðari. Hún tók meiri eiturlyf, stundaði meira vændi og byrjaði að selja og dreifa eiturlyfjum. Anna hafði ekki vitað af því að áfengi tækju líf fyrr en maðurinn sem hún bjó hjá dó. „Ég hugsaði alltaf, það gerist ekkert við mig og mína, ég er alltof heppin.“ Sagt að fara í meðferð af manninum sem seldi hana Anna flutti síðan til annars manns sem sá henni fyrir eiturlyfjum og „hélt henni í gíslingu“ og seldi hana til vina sinna til þess að borga eiturlyfjaneyslu hennar. „Hann ætlaði bara að láta vini sína koma og fá sínu fram til þess að ég myndi greiða upp skuldina.“ Neysla Önnu varð harðari og harðari og endaði á því að nýi sambýlismaður hennar sagði henni að fara í meðferð. Anna fór í meðferð en kom síðan út og byrjaði samstundis aftur í neyslu. „Ég hugsaði ekki um afleiðingar, ég fór að stela meira, keyra undir áhrifum, brjótast inn í hús, taka milljón smálán.“ Hún kom svo úr annarri meðferð sinni fyrir rúmum mánuði og hefur hún ekki snert eiturlyf síðan þá. Skilaboð Önnu til annara unglinga eru: „Ekki taka þennan fyrsta, þú veist ekki hvort það verður þinn fyrsti eða síðasti.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Anna Mjöll Aðalsteinsdóttir Clausen byrjaði að drekka og reykja kannabis fimmtán ára gömul. Þegar hún var 19 ára prófaði hún kókaín í fyrsta skipti og leiddist síðan út í harða neyslu og stundaði vændi til að fjármagna hana. Hún sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld í viðtali við Sindra Sindrason. Anna er ættleidd og eru báðir blóðforeldrar hennar látnir vegna eiturlyfjaneyslu. Anna var fimm ár í kannabis- og áfengisneyslu áður en hún sneri sér að kókaíni, sem hún fjármagnaði með því að stela úr vinnunni sinni, frá foreldrum og vinafólki.Sambýlismaðurinn lést af völdum ofneyslu Síðan þróaðist neyslan þegar hún prófaði kókaín í tvítugsafmæli sínu. „Eftir það var ég bara ég geri þetta aldrei aftur, og einni viku seinna var ég kominn á nákvæmlega sama stað, þetta er mjög lúmskt hvað maður heldur að maður hafi stjórn á þessu.“ segir Anna. Eftir stuttan tíma í kókaínneyslu yfirgaf Anna foreldrahús og flutti inn til 48 ára gamals manns í harðri eiturlyfjaneyslu sem hún hafði þá einungis þekkt í tvo daga. „Síðan snjóboltaði þetta og ég bara fór á götuna, ég hélt að ég þyrfti að halda þessu lífi áfram og ég þyrfti að vera í neyslu, en ég vissi að ég gæti það ekki þarna.“ segir Anna um ákvörðunina að flytja burt frá foreldrum sínum. Þar versnaði neyslan og Anna byrjaði að stunda vændi heima hjá manninum til þess að fjármagna eiturlyfjakaupin. „Þetta fór svo hratt niður á við að ég var kominn á sama level og þessi maður sem var búinn að nota þessi efni í tíu ár, ég komst þangað bara á tvemur dögum.“ Anna seldi sig ítrekað heima hjá manninum og endaði á því að fara í geðrof og lenti á gjörgæslu. Eftir spítaladvölina fór hún svo aftur í sama neysluumhverfi. Þegar hún snéri aftur af spítalanum hafði maðurinn sem hún bjó hjá tekið of stóran skammt og látið lífið. Eftir að maðurinn lést varð neysla Önnu enn harðari. Hún tók meiri eiturlyf, stundaði meira vændi og byrjaði að selja og dreifa eiturlyfjum. Anna hafði ekki vitað af því að áfengi tækju líf fyrr en maðurinn sem hún bjó hjá dó. „Ég hugsaði alltaf, það gerist ekkert við mig og mína, ég er alltof heppin.“ Sagt að fara í meðferð af manninum sem seldi hana Anna flutti síðan til annars manns sem sá henni fyrir eiturlyfjum og „hélt henni í gíslingu“ og seldi hana til vina sinna til þess að borga eiturlyfjaneyslu hennar. „Hann ætlaði bara að láta vini sína koma og fá sínu fram til þess að ég myndi greiða upp skuldina.“ Neysla Önnu varð harðari og harðari og endaði á því að nýi sambýlismaður hennar sagði henni að fara í meðferð. Anna fór í meðferð en kom síðan út og byrjaði samstundis aftur í neyslu. „Ég hugsaði ekki um afleiðingar, ég fór að stela meira, keyra undir áhrifum, brjótast inn í hús, taka milljón smálán.“ Hún kom svo úr annarri meðferð sinni fyrir rúmum mánuði og hefur hún ekki snert eiturlyf síðan þá. Skilaboð Önnu til annara unglinga eru: „Ekki taka þennan fyrsta, þú veist ekki hvort það verður þinn fyrsti eða síðasti.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira