Lífið

Svona nærð þú vinsældum á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínustu ráð frá JP Sears.
Fínustu ráð frá JP Sears.

Það er draumur margra að verða vinsæll á Instagram og sanka að sér fylgjendum og fá aukna athygli.

Sumir eru betri en aðrir á samfélagsmiðlunum en núna hefur samfélagsmiðlastjarnan JP Sears gefið út myndband þar sem hann fer í gegnum það hvernig þú verður vinsæll á Instagram.

Hann telur að hægt sé að verða vinsæll þó að þú hafir akkúrat enga sérstaka hæfileika eins og hann fer í gegnum í myndbandi sem hann deilir á Facebook-síðu sinni.

Hér að neðan má sjá ráð JP Sears en þess má geta að myndbandið er vissulega meira til gamans en í alvarlegum tón.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.