Nýjasta tíska til leigu Brynhildur Björnsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 07:15 Þessi kjóll er úr lystisnekkjulínu Chanel 2018 og er til leigu í fimm daga fyrir 30.000 krónur sem eru tíu prósent af söluvirði úr búð. Við vitum öll að einnota tíska fer afar illa með umhverfið. Talið er að milljarður fataplagga sé framleiddur árlega og um helmingur þess ódýra fatnaðar sem seldur er fer í ruslið innan árs. Þetta viðskiptalíkan fær okkur til að versla án þess að leiða hugann að því hvað við þurfum og munum í raun nota. Föt að andvirði 30 milljarðar enskra punda hanga í fataskápum án þess að nokkur hafi nokkru sinni klæðst þeim og fatnaður að andvirði 140 milljarðar punda fer í landfyllingar ár hvert svo það er ekki að undra að tískuiðnaðurinn muni nýta um fjórðung af mengunarkvóta heimsins árið 2050. Sumar versl- anir, eins og H&M til dæmis, hafa gripið boltann og bjóða viðskipta- vinum sínum að skila ónýtum eða ónotuðum fötum í búðirnar og fá í staðinn inneign í búðinni. Deila má um hvort það sé nóg. Því hafa æ fleiri horft til möguleikans á leigutísku. Westfield-verslunarmiðstöðin í Bretlandi gerði tilraun með að opna tískuleigu í nokkra daga til að athuga hvort sá möguleiki væri raunhæfur og niðurstöðurnar voru jákvæðar fyrir þá sem láta sig umhverfið varða. Hægt var að leigja dýran hátískufatnað og fylgihluti fyrir aðeins brot af raunvirði um jólaleytið sem er mikil veislutíð í Bretlandi. Flestir leigðu sér eitthvað tvennt og meðalleigutíminn var aðeins eitt kvöld. Þessi Elie Saab kjóll úr diskólínunni 2017 fæst leigður í fimm daga á innan við tíu prósent af kaupverði.nordicphotos/GettyKarlar voru aðeins viljugri til að leigja sér veislufatnað en konur en samkvæmt könnunum reynast 60% Breta líta á það sem ákjósanlegan kost að leigja sér fatnað til að nota við sérstök tilefni frekar en að fjárfesta fyrir eitt kvöld. Nefndu flestir það sem kost að geta leigt dýr föt frá þekktum merkjum sem þeir hefðu ekki efni á að kaupa en fannst gaman að geta skartað við rétt tilefni. Einnig sögðu margir að það borgaði sig að leigja frekar en kaupa föt við tilefni þar sem mikið er tekið af myndum, eins og brúðkaupsveislur. Deilihagkerfið hefur breytt viðhorfum gríðarlega á undanförnum árum og framtíðarspár gera ráð fyrir að tískuleiga muni aukast töluvert á næstu árum. Tískan er enda síbreytileg og erfitt að tolla í henni nema með stórum fjárfestingum á hverjum ársfjórðungi sem er bæði slæmt fyrir umhverfið og budduna.Þessi Gucci peysa úr vorlínunni 2018 er meðal fatnaðar sem hægt er að leigja hjá tískuleigum eins og FrontRow.nordicphotos/GettyBloggarar og áhrifavaldar eru löngu farnir að nýta sér tískuleigumarkaðinn. Ef einhver úr þeim hópi deilir mynd af sér í því sem viðkomandi segir vera nýju fötin sín eru líkurnar miklar á því að viðkomandi sé þegar búinn að skila þeim í leiguna og farinn að leita að næsta setti. Shika Bodani, stofnandi hátískuleigusíðunnar FrontRow, segir að eftirspurnin sé mest eftir dýrum merkjavörum og fylgihlutum en á síðunni má fá hátísku leigða til fimm daga í senn og fyrir töluverðar upphæðir sem slaga þó ekki hátt í raunverðmiðann á vörunni. „Fólk er ekki bara að hugsa um hagkvæmnina,“ segir Bodani, „þó hún sé eflaust stærsti þátturinn, heldur líka umhverfisþáttinn sem hefur verið æ meira áberandi í umræðunni kringum tískuna.“ Því hefur verið spáð að tískuleiga sé komin til að vera á sama hátt og Spotify, Netflix og Airbnb, enda er möguleikinn fyrir hendi að þeir sem vilja fjárfesta í einstökum tískuvörum geti síðan leigt þær kvöld og kvöld og þannig deilt gleði sinni með öðrum og fengið upp í afborgunina. Og allir græða, líka umhverfið. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Við vitum öll að einnota tíska fer afar illa með umhverfið. Talið er að milljarður fataplagga sé framleiddur árlega og um helmingur þess ódýra fatnaðar sem seldur er fer í ruslið innan árs. Þetta viðskiptalíkan fær okkur til að versla án þess að leiða hugann að því hvað við þurfum og munum í raun nota. Föt að andvirði 30 milljarðar enskra punda hanga í fataskápum án þess að nokkur hafi nokkru sinni klæðst þeim og fatnaður að andvirði 140 milljarðar punda fer í landfyllingar ár hvert svo það er ekki að undra að tískuiðnaðurinn muni nýta um fjórðung af mengunarkvóta heimsins árið 2050. Sumar versl- anir, eins og H&M til dæmis, hafa gripið boltann og bjóða viðskipta- vinum sínum að skila ónýtum eða ónotuðum fötum í búðirnar og fá í staðinn inneign í búðinni. Deila má um hvort það sé nóg. Því hafa æ fleiri horft til möguleikans á leigutísku. Westfield-verslunarmiðstöðin í Bretlandi gerði tilraun með að opna tískuleigu í nokkra daga til að athuga hvort sá möguleiki væri raunhæfur og niðurstöðurnar voru jákvæðar fyrir þá sem láta sig umhverfið varða. Hægt var að leigja dýran hátískufatnað og fylgihluti fyrir aðeins brot af raunvirði um jólaleytið sem er mikil veislutíð í Bretlandi. Flestir leigðu sér eitthvað tvennt og meðalleigutíminn var aðeins eitt kvöld. Þessi Elie Saab kjóll úr diskólínunni 2017 fæst leigður í fimm daga á innan við tíu prósent af kaupverði.nordicphotos/GettyKarlar voru aðeins viljugri til að leigja sér veislufatnað en konur en samkvæmt könnunum reynast 60% Breta líta á það sem ákjósanlegan kost að leigja sér fatnað til að nota við sérstök tilefni frekar en að fjárfesta fyrir eitt kvöld. Nefndu flestir það sem kost að geta leigt dýr föt frá þekktum merkjum sem þeir hefðu ekki efni á að kaupa en fannst gaman að geta skartað við rétt tilefni. Einnig sögðu margir að það borgaði sig að leigja frekar en kaupa föt við tilefni þar sem mikið er tekið af myndum, eins og brúðkaupsveislur. Deilihagkerfið hefur breytt viðhorfum gríðarlega á undanförnum árum og framtíðarspár gera ráð fyrir að tískuleiga muni aukast töluvert á næstu árum. Tískan er enda síbreytileg og erfitt að tolla í henni nema með stórum fjárfestingum á hverjum ársfjórðungi sem er bæði slæmt fyrir umhverfið og budduna.Þessi Gucci peysa úr vorlínunni 2018 er meðal fatnaðar sem hægt er að leigja hjá tískuleigum eins og FrontRow.nordicphotos/GettyBloggarar og áhrifavaldar eru löngu farnir að nýta sér tískuleigumarkaðinn. Ef einhver úr þeim hópi deilir mynd af sér í því sem viðkomandi segir vera nýju fötin sín eru líkurnar miklar á því að viðkomandi sé þegar búinn að skila þeim í leiguna og farinn að leita að næsta setti. Shika Bodani, stofnandi hátískuleigusíðunnar FrontRow, segir að eftirspurnin sé mest eftir dýrum merkjavörum og fylgihlutum en á síðunni má fá hátísku leigða til fimm daga í senn og fyrir töluverðar upphæðir sem slaga þó ekki hátt í raunverðmiðann á vörunni. „Fólk er ekki bara að hugsa um hagkvæmnina,“ segir Bodani, „þó hún sé eflaust stærsti þátturinn, heldur líka umhverfisþáttinn sem hefur verið æ meira áberandi í umræðunni kringum tískuna.“ Því hefur verið spáð að tískuleiga sé komin til að vera á sama hátt og Spotify, Netflix og Airbnb, enda er möguleikinn fyrir hendi að þeir sem vilja fjárfesta í einstökum tískuvörum geti síðan leigt þær kvöld og kvöld og þannig deilt gleði sinni með öðrum og fengið upp í afborgunina. Og allir græða, líka umhverfið.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning