Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2018 12:24 Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Hvalveiðar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Hvalveiðar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda