Lífið

Stjörnurnar minnast Arethu Franklin

Bergþór Másson skrifar
Vísir/Getty
Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í dag 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. Í dag var hennar minnst af Hollywood stjörnum, pólitíkusum, tónlistarmönnum og síðast en ekki síst, aðdáendum.

Aretha Franklin fæddist í Memphis árið 1942. Fjölskylda hennar fluttist síðan til Detroit og ólst Aretha upp í Mótorborginni að mestu.

Faðir hennar var prestur og hóf Aretha söngferil sinn í gospelhljómsveit kirkju föður síns.

Átján ára gömul, árið 1960, skrifaði Aretha undir plötusamning við Columbia Records og hófst þá ferillinn í raun og veru.

Aretha gaf út 42 plötur á lífsleiðinni. Þá fyrstu árið 1956, fjórtan ára gömul í gegnum kirkju föður síns, og þá síðustu árið 2017, 75 ára.

Grammy verðlaun Arethu eru 18 talsins og hefur hún selt yfir 75 milljón platna út um allan heim.

Vinsælustu lög hennar eru smellir á borð við: „I Say A Little Prayer,“ „(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og „Son of a Preacher Man.“

Eins og viðbrögð almennings við andláti hennar gefa til kynna, var hún dýrkuð og dáð út um allan heim.

Bítillinn Paul McCartney segist muna sakna söngkonunnar sárt.

Bandaríkjaforsetinn Donald Trump segir rödd hennar gjöf frá guði

Rapparinn Chance vitnar í lag hennar.

Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Barack Obama segir Arethu hafa einkennt hvað það sé að vera Bandaríkjamaður.

Poppstjarnan Ariana Grande birtir myndskeið af Sálardrottningunni.

Justin Timberlake segir hana vera þá bestu sem uppi hefur verið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×