Færri fá barnabætur en áður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 20:15 Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðum og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og láglaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,“ segir Sólveig Anna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.VísirNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um 12 þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin út af tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu. Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðum og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og láglaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,“ segir Sólveig Anna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.VísirNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um 12 þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin út af tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu. Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira