Færri fá barnabætur en áður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 20:15 Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðum og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og láglaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,“ segir Sólveig Anna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.VísirNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um 12 þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin út af tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu. Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Persónuafsláttur og vaxta- og barnabætur hafa ekki hækkað í samræmi við launaþróun síðustu ár. Formenn stærstu stéttarfélaganna segja þetta auka skattbyrði og stéttaskiptingu í landinu. Þeir boða harða baráttu í vetur. Mikil ólga hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar síðustu misseri og formenn stærstu stéttarfélaganna, þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segja eina af kröfunum vera að láglaunafólk hætti að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár. Viss ögurstund sé runnin upp og þessi mikla stéttskipting sem ríki á Íslandi sé skaðleg öllu samfélaginu. „Við höfum talað um svokallaðar kerfisbreytingar, þær snúa að nokkrum atriðum og fyrst og fremst að skattkerfinu. Að persónuafsláttur verði hækkaður, við höfum líka talað um að það verði að snúa til baka þessari óheillabraut að skerða bætur sem verka- og láglaunahópar reiða sig á til að láta hlutina ganga upp. Við höfum líka verið að velta fyrir okkur verðtryggingunni, hún er einfaldlega bara úrelt fyrirbæri,“ segir Sólveig Anna.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.VísirNiðurstöður skýrslu ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998-2016 eru þær að skattbyrði hefur aukist í öllum tekjuhópum og mest hjá þeim tekjulægstu. Meginástæðurnar eru að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun. ASÍ hefur einnig bent á að þeim sem fá barnabætur hefur fækkað um 12 þúsund frá árinu 2013. „Auðvitað snýst þetta um miklu meira en bara launahækkanir. Þetta snýst um það hvað fólk hefur tapað í ráðstöfunarkrónum í gegnum árin út af tekjutengingum til dæmis barna- og húsnæðisbóta. Þetta snýst um húsnæðismarkaðinn þar sem okkar félagsmenn og félagar á leigumarkaði eru í skelfilegri aðstöðu. Þetta snýst líka um skattkerfisbreytingar, þar sem við erum að skattleggja fátækt, ef svo má að orði komast,” segir Ragnar.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira