„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 20:02 Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Fulltrúar Orku náttúrunnar og alþjóðlega sprotafyrirtækisins Algaennovation undirrituðu í dag samning um sölu Orku náttúrunnar á rafmagni og öðrum aðföngum, til ræktunar örþörunga í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. „Örþörungar eru ljóstillífandi einfrumu lífverur sem að vaxa í vatni og sjó. Það eru margar tegundir af örþörungum og þær eru hluti af fæðukeðjunni og þessir smáþörungar eru næringarríkir. Þessi heimur hann er mjög blómstrandi alþjóðlega og mikið sem er verið að prófa og alls konar matvörur úti í heimi þar sem er verið að gera tilraunir með örþörunga þannig það er mjög spennandi að sjá hvað úr þessu verður,” segir Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON.Til fimmtán ára Samningurinn, sem undirritaður var í dag, er til 15 ára en tilraunaræktun hefur staðið yfir síðastliðið ár. „Algaennovation er í raun viðskiptavinur Orku náttúrunnar. Við erum að leigja þeim land sem er hér á Hellisheiði þar sem þau ætla að byggja hús og þau ætla að reka framleiðsluna og svo kaupa þau af okkur líka rafmagn, heitt vatn, kalt vatn og koltvísýring þannig að kostnaðurinn er lítill fyrir Orku náttúrunnar en eflir þennan vettvang og skapar tækifæri fyrir aðra starfsemi,” segir Berglind. Aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins Úr þörungunum verður framleitt fóður til seiðaeldis til að byrja með og hugsanlega til manneldis í framtíðinni. „Það hefur aldrei verið litið á Ísland sem matarkörfu heimsins en ég held að landið gæti orðið matarkarfa heimsins með því að nota græna orku sem þið hafið hér, ekki bara til að bræða ál heldur til að skapa það næsta í sjálfbæru fóðri og mat. Sjálfbær nýsköpun á þessu sviði er sérsniðin fyrir Ísland.” segir Isaac Berzin, einn frumkvöðlanna að baki Algaennovation. Framleiðsla í tilraunaskyni er raunar þegar komin af stað en starfsemin mun á næstu árum vaxa í skrefum. „Planið er að framleiða 900 tonn af þörungum á hverju ári hérna á Hellisheiði svo þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi,” segir Berzin.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira