Innlent

Stunguárás í austurborginni í gær

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd tengist frétt ekki beint.
Karlmaður var í austurborginni um klukkan fimm í nótt stunginn nokkrum sinnum í neðri hluta líkamans. Var hann fluttur á sjúkrahús og gerandi handtekinn skömmu síðar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Málið er til rannsóknar og er rannsókn á frumstigi, lögregla kveðst ekki geta veitt upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu. Við svo búið hefur ekki verið farið fram á gæsluvarðhald yfir gerandanum.

Þá var mikill erill var hjá sjúkraflutningamönnum í nótt en skráðir voru 64 sjúkraflutningar, flestir í miðborginni. Klukkan sex í morgun var allt tiltækt slökkvilið kallað að lýsisverksmiðjunni eftir tilkynningu um eld. Þar reyndist hitablásari hafa virkjað brunaviðvörunarkerfi og var enginn eldur á staðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×