Innlent

Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um stunguárás í Skeifunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Árásin átti sér stað um klukkan fimm í nótt þegar karlmaður var stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans við Skeifuna í Reykjavík.
Árásin átti sér stað um klukkan fimm í nótt þegar karlmaður var stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans við Skeifuna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Maðurinn sem grunaður er um stunguárás í Skeifunni í nótt var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lagalegar forsendur ekki fyrir hendi til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Árásin átti sér stað um klukkan fimm í nótt þegar karlmaður var stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans við Skeifuna í Reykjavík. Maðurinn var fluttur á slysadeild með djúpa skurði en er ekki talinn í lífshættu. 

Karl Steinar vildi ekki tjá sig um það hvort að játning lægi fyrir í málinu en ítrekaði að ekki væru fyrir hendi laglegar forsendur fyrir gæsluvarðhaldi þrátt fyrir alvarleika árásarinnar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×