Utan vallar: Er „copy/paste“ rétta leiðin í þjálfaraleitinni fyrir íslenska fótboltalandsliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 09:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira