Fjölmargir mættu í sínu fínasta pússi og komu Stuðmenn fram á fallegu sviði um kvöldið.
Boðið var upp á að gestir kæmu með sín eigin tjöld, báta eða húsbíla og nýttu sér margir þá kosti.
Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, var veislustjóri í afmælinu og komu þeir Daníel Ágúst og Högni úr Gus Gus einnig fram þegar leið á kvöldið. Mikil og falleg flugeldasýning var síðan undir lok kvöldsins í Kjósinni.
Meðal gesta voru leikarinn Gísli Örn Garðarsson, leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir, Bubbi Morthens, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir úr World Class, Ólafur William Hand, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Böðvar Guðjónsson formaður körfuknattleiksdeildar KR, Sigurður Matthíasson og Elísabet Traustadóttir úr Svefn og Heilsu, athafnamaðurinn Birgir Bieltvelt, Magnús Scheving, Gulla Jónsdóttir arkitekt og hönnuður, Björgólfur Thor Björgólfsson og margir fleiri.
Hér að neðan má sjá myndir og myndbönd frá afmælinu sem fundust á Instagram.