Innlent

Katrín heimsótti Þingvallabæ í Norður Dakóta

Samúel Karl Ólason skrifar
Katrín að snúa snöru.
Katrín að snúa snöru. Grand Forks Herald
Íbúar í bandaríska smábænum Mountain í Þingvallabæ í Norður Dakóta tóku höfðinglega á móti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um helgina. Katrín og eiginmaður hennar Gunnar Sigvaldason óku um götur bæjarins í rauðri drossíu og veifuðu til mannfjöldans.

Hún er sjötti forsætisráðherra Íslands sem heimsækir Mountain, sem er 84 manna bær sem íslenskir vesturfarar byggðu á nítjándu öld. Katrín sagðist í ræðu hafa hitt frændfólk sem hún hefði ekki haft hugmynd um að hún ætti. Á eftir var henni boðið að snúa snöru, sem heimamenn nota til að fanga nautgripi.

Ekki er annað að sjá en að henni hafi tekist bærilega til.

Á vef Grand Forks Herald segir að sterkar tilfinningar íbúa varðandi íslenskan uppruna þeirra hafi komið henni á óvart.



„Samband Íslands og „Vestur-Íslendinga“ eins og við köllum þá, hefur ávalt verið okkur mikilvægt,“ segir Katrín við GFH. Hún sagði Íslendinga vilja halda þessum samböndum lifandi. Alla Íslendinga langaði til þess að heimsækja Norður Dakóta og Kanada.

Katrín sagði einnig að öll íslensku nöfnin á svæðinu sýndu vel hve djúpt þessi sambönd næðu.

Fjallkonunni ekið um götur Mountain.Grand Forks Herald



Fleiri fréttir

Sjá meira


×