Innlent

Milt í dag en „fremur djúp lægð“ eftir helgi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólk mun eflaust hlamma sér á Austurvöll í dag.
Fólk mun eflaust hlamma sér á Austurvöll í dag. Vísir/daníel

Spákort Veðurstofunnar bera með sér að það verði sólríkt á höfuðborgarsvæðinu í dag, sem og annars staðar á suðvesturhorninu og á Suðurlandi. Fremur hæg norðlæg átt mun gera vart við sig með dálítilli vætu norðaustantil og verður þar jafnframt svalt í veðri. Höfuðborgarbúar mega þó búast við allt að 18 stiga hita í dag.

Góða veðrið mun færa sig austur með deginum og verður orðið nokkuð sólríkt á austurhelmingi landsins á morgun. Næstu daga verður suðaustlæg átt ríkjandi yfir landinu, hún verður yfirleitt hæg þó reikna megi með strekkings vindi á suðvesturhorninu. Heilt yfir verður þó nokkuð milt veður um allt land.

Eftir helgi mun hins vegar þykkna upp, einkum á þriðjudag með rigningu sunnan- og vestanlands. Það er svo útlit fyrir að „fremur djúp lægð“ gangi yfir landið á þriðjudag og þá hvessir og rignir í flestum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 5-8 m/s við SV-ströndina, en annars hægari suðlæg átt. Bjart með köflum og þurrt að kalla. Hiti 10 til 17 stig að deginum.

Á laugardag og sunnudag:
Suðaustan 5-8 og skýjað við SV-ströndina, annars hægari vindur og bjart með köflum en þokubakkar við A-ströndina. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast V- og N-lands.

Á mánudag:
Austlæg átt, 5-10 syðst, en annars hægari. Skýjað með köflum og hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Suðaustanátt og dálítil rigning S- og V-lands, en þurrt NA-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt með rigningu í flestum landshlutum. Áfram milt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.