Haldlögðum munum fargað hjá lögreglu Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. ágúst 2018 20:00 Dæmi er um að verðmætum munum í eigu sakbornings hafi verið fargað í geymslu lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytti verklagi sínu eftir að úr og skartgripir hurfu í vörslum hennar árið 2013, en ekki liggur fyrir hvaða breytingar voru gerðar. Sagt var frá því í gær að ríkissaksóknari hefði staðfest að hætta skyldi niðurstöðu á hvarfi haldlagðra muna í Strawberries málinu svokallaða. Um var að ræða úr, skartgripi og önnur verðmæti sem haldlögð voru við húsleit hjá eiganda staðarins 2013 – en munirnir reyndust horfnir þegar eigandinn ætlaði að nálgast þá á ný.Frétt Stöðvar 2: Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virðiGagnrýnir vinnubrögð lögreglu Málið var bæði rannsakað af héraðssaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sjálfri – en hvorug rannsóknin var talin líkleg til að bera árangur. Í samtali við kvöldfréttir í gær gagnrýndi lögmaður mannsins vinnubrögð lögreglunnar harðlega. „Ítrekað haldleggur lögreglan haldleggur lögreglan muni, hvort sem er gsm síma eða aðra smámuni við rannsókn sakamála og þessir munir gufa oftar en ekki upp í vörslum lögreglu og sakborningar gefast upp á að reyna að nálgast þessa muni að endingu. Þetta er því miður allt of algengt," sagði Páll Kristjánsson, lögmaður mannsins í samtali við kvöldfréttir.Tölvutækjum og borvélum fargað af vangá Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að annar skjólstæðingur Páls, í öðru og ótengdu máli, tapaði einnig munum sem hann segir hafa verið haldlagða í sakamálarannsókn fyrr á árinu.Í tölvupóstinum, sem undirritaður er af fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að munirnir hafi ekki verið á sínum stað þegar að því kom að sækja þá. Leitað hafi verið á öllum mögulegum stöðum, en þeim virðist því miður hafa verið fargað af vangá. Samkvæmt fylgiskjali var m.a. um að ræða tölvutæki, borvélar, sverðsög, slípirokk, hjólsög o.fl. Páll segir skjólstæðing sinn ætla að leita réttar síns vegna málsins.Í skriflegu svari sem fréttastofu barst vegna umfjöllunar um Strawberries málið í gær kemur m.a. fram að mál sem þessi heyri til algjörrar undantekningar hjá lögreglu. Í því máli virðist munirnir aldrei hafa borist í munavörslu og verklagsreglum ekki verið fylgt. Í framhaldinu hafi verið ráðist í heildarúttekt og verklagsreglum um haldlagningu muna verið breytt. Enn hafa hins vegar ekki borist svör við fyrirspurn um hvaða breytingar voru gerðar á verklagsreglum og hvernig þær eru nú. Tengdar fréttir Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. 8. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Dæmi er um að verðmætum munum í eigu sakbornings hafi verið fargað í geymslu lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytti verklagi sínu eftir að úr og skartgripir hurfu í vörslum hennar árið 2013, en ekki liggur fyrir hvaða breytingar voru gerðar. Sagt var frá því í gær að ríkissaksóknari hefði staðfest að hætta skyldi niðurstöðu á hvarfi haldlagðra muna í Strawberries málinu svokallaða. Um var að ræða úr, skartgripi og önnur verðmæti sem haldlögð voru við húsleit hjá eiganda staðarins 2013 – en munirnir reyndust horfnir þegar eigandinn ætlaði að nálgast þá á ný.Frétt Stöðvar 2: Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virðiGagnrýnir vinnubrögð lögreglu Málið var bæði rannsakað af héraðssaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sjálfri – en hvorug rannsóknin var talin líkleg til að bera árangur. Í samtali við kvöldfréttir í gær gagnrýndi lögmaður mannsins vinnubrögð lögreglunnar harðlega. „Ítrekað haldleggur lögreglan haldleggur lögreglan muni, hvort sem er gsm síma eða aðra smámuni við rannsókn sakamála og þessir munir gufa oftar en ekki upp í vörslum lögreglu og sakborningar gefast upp á að reyna að nálgast þessa muni að endingu. Þetta er því miður allt of algengt," sagði Páll Kristjánsson, lögmaður mannsins í samtali við kvöldfréttir.Tölvutækjum og borvélum fargað af vangá Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að annar skjólstæðingur Páls, í öðru og ótengdu máli, tapaði einnig munum sem hann segir hafa verið haldlagða í sakamálarannsókn fyrr á árinu.Í tölvupóstinum, sem undirritaður er af fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að munirnir hafi ekki verið á sínum stað þegar að því kom að sækja þá. Leitað hafi verið á öllum mögulegum stöðum, en þeim virðist því miður hafa verið fargað af vangá. Samkvæmt fylgiskjali var m.a. um að ræða tölvutæki, borvélar, sverðsög, slípirokk, hjólsög o.fl. Páll segir skjólstæðing sinn ætla að leita réttar síns vegna málsins.Í skriflegu svari sem fréttastofu barst vegna umfjöllunar um Strawberries málið í gær kemur m.a. fram að mál sem þessi heyri til algjörrar undantekningar hjá lögreglu. Í því máli virðist munirnir aldrei hafa borist í munavörslu og verklagsreglum ekki verið fylgt. Í framhaldinu hafi verið ráðist í heildarúttekt og verklagsreglum um haldlagningu muna verið breytt. Enn hafa hins vegar ekki borist svör við fyrirspurn um hvaða breytingar voru gerðar á verklagsreglum og hvernig þær eru nú.
Tengdar fréttir Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. 8. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. 8. ágúst 2018 20:00