Haldlögðum munum fargað hjá lögreglu Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. ágúst 2018 20:00 Dæmi er um að verðmætum munum í eigu sakbornings hafi verið fargað í geymslu lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytti verklagi sínu eftir að úr og skartgripir hurfu í vörslum hennar árið 2013, en ekki liggur fyrir hvaða breytingar voru gerðar. Sagt var frá því í gær að ríkissaksóknari hefði staðfest að hætta skyldi niðurstöðu á hvarfi haldlagðra muna í Strawberries málinu svokallaða. Um var að ræða úr, skartgripi og önnur verðmæti sem haldlögð voru við húsleit hjá eiganda staðarins 2013 – en munirnir reyndust horfnir þegar eigandinn ætlaði að nálgast þá á ný.Frétt Stöðvar 2: Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virðiGagnrýnir vinnubrögð lögreglu Málið var bæði rannsakað af héraðssaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sjálfri – en hvorug rannsóknin var talin líkleg til að bera árangur. Í samtali við kvöldfréttir í gær gagnrýndi lögmaður mannsins vinnubrögð lögreglunnar harðlega. „Ítrekað haldleggur lögreglan haldleggur lögreglan muni, hvort sem er gsm síma eða aðra smámuni við rannsókn sakamála og þessir munir gufa oftar en ekki upp í vörslum lögreglu og sakborningar gefast upp á að reyna að nálgast þessa muni að endingu. Þetta er því miður allt of algengt," sagði Páll Kristjánsson, lögmaður mannsins í samtali við kvöldfréttir.Tölvutækjum og borvélum fargað af vangá Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að annar skjólstæðingur Páls, í öðru og ótengdu máli, tapaði einnig munum sem hann segir hafa verið haldlagða í sakamálarannsókn fyrr á árinu.Í tölvupóstinum, sem undirritaður er af fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að munirnir hafi ekki verið á sínum stað þegar að því kom að sækja þá. Leitað hafi verið á öllum mögulegum stöðum, en þeim virðist því miður hafa verið fargað af vangá. Samkvæmt fylgiskjali var m.a. um að ræða tölvutæki, borvélar, sverðsög, slípirokk, hjólsög o.fl. Páll segir skjólstæðing sinn ætla að leita réttar síns vegna málsins.Í skriflegu svari sem fréttastofu barst vegna umfjöllunar um Strawberries málið í gær kemur m.a. fram að mál sem þessi heyri til algjörrar undantekningar hjá lögreglu. Í því máli virðist munirnir aldrei hafa borist í munavörslu og verklagsreglum ekki verið fylgt. Í framhaldinu hafi verið ráðist í heildarúttekt og verklagsreglum um haldlagningu muna verið breytt. Enn hafa hins vegar ekki borist svör við fyrirspurn um hvaða breytingar voru gerðar á verklagsreglum og hvernig þær eru nú. Tengdar fréttir Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. 8. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Dæmi er um að verðmætum munum í eigu sakbornings hafi verið fargað í geymslu lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu breytti verklagi sínu eftir að úr og skartgripir hurfu í vörslum hennar árið 2013, en ekki liggur fyrir hvaða breytingar voru gerðar. Sagt var frá því í gær að ríkissaksóknari hefði staðfest að hætta skyldi niðurstöðu á hvarfi haldlagðra muna í Strawberries málinu svokallaða. Um var að ræða úr, skartgripi og önnur verðmæti sem haldlögð voru við húsleit hjá eiganda staðarins 2013 – en munirnir reyndust horfnir þegar eigandinn ætlaði að nálgast þá á ný.Frétt Stöðvar 2: Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virðiGagnrýnir vinnubrögð lögreglu Málið var bæði rannsakað af héraðssaksóknara og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sjálfri – en hvorug rannsóknin var talin líkleg til að bera árangur. Í samtali við kvöldfréttir í gær gagnrýndi lögmaður mannsins vinnubrögð lögreglunnar harðlega. „Ítrekað haldleggur lögreglan haldleggur lögreglan muni, hvort sem er gsm síma eða aðra smámuni við rannsókn sakamála og þessir munir gufa oftar en ekki upp í vörslum lögreglu og sakborningar gefast upp á að reyna að nálgast þessa muni að endingu. Þetta er því miður allt of algengt," sagði Páll Kristjánsson, lögmaður mannsins í samtali við kvöldfréttir.Tölvutækjum og borvélum fargað af vangá Í tölvupósti sem fréttastofa hefur undir höndum má sjá að annar skjólstæðingur Páls, í öðru og ótengdu máli, tapaði einnig munum sem hann segir hafa verið haldlagða í sakamálarannsókn fyrr á árinu.Í tölvupóstinum, sem undirritaður er af fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að munirnir hafi ekki verið á sínum stað þegar að því kom að sækja þá. Leitað hafi verið á öllum mögulegum stöðum, en þeim virðist því miður hafa verið fargað af vangá. Samkvæmt fylgiskjali var m.a. um að ræða tölvutæki, borvélar, sverðsög, slípirokk, hjólsög o.fl. Páll segir skjólstæðing sinn ætla að leita réttar síns vegna málsins.Í skriflegu svari sem fréttastofu barst vegna umfjöllunar um Strawberries málið í gær kemur m.a. fram að mál sem þessi heyri til algjörrar undantekningar hjá lögreglu. Í því máli virðist munirnir aldrei hafa borist í munavörslu og verklagsreglum ekki verið fylgt. Í framhaldinu hafi verið ráðist í heildarúttekt og verklagsreglum um haldlagningu muna verið breytt. Enn hafa hins vegar ekki borist svör við fyrirspurn um hvaða breytingar voru gerðar á verklagsreglum og hvernig þær eru nú.
Tengdar fréttir Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. 8. ágúst 2018 20:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Segir munina að lágmarki tuttugu milljón króna virði Ríkissaksóknari hefur ákveðið að hætta skuli rannsókn á hvarfi verðmætra persónulegra muna úr geymslum lögreglu. Munirnir voru haldlagðir við húsleit hjá eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Lögmaður mannsins segir verðmæti munanna skipta milljónum og gagnrýnir rannsókn á meintum þjófnaði lögreglunnar harðlega. 8. ágúst 2018 20:00