Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 19:54 Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Samgöngur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.
Samgöngur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira