Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2018 14:45 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður í málinu. Vísir „Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
„Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39