Lífið

Hemsworth blæs á sögusagnir um sambandsslit með nýju myndbandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Liam Hemsworth og Miley Cyrus kynntust árið 2009.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus kynntust árið 2009. Vísir/getty

Orðrómar um sambandsslit bandarísku söngkonunnar Miley Cyrus og ástralska leikarans Liams Hemsworth virðast ekki á rökum reistir, ef marka má myndband sem sá síðarnefndi birti á Instagram í gær.

Greint var frá því í erlendum slúðurmiðlum að ágreiningur um barneignir hefði valdið því að Hemsworth aflýsti fyrirhuguðu brúðkaupi parsins. Því var haldið fram að Hemsworth vildi eignast börn í náinni framtíð en að Cyrus væri ekki tilbúin til þess.

Hemsworth virðist hins vegar hafa kæft allar sögusagnir um sambandsslit með nýju myndbandi sem hann birti í svokölluðu „story“ á Instagram-reikningi sínum í gær. Í myndbandinu sjást hann og Cyrus dilla sér við tónlist í bíl sínum og vel fer á með parinu. Skyndilega tekur Hemsworth viðbragð og Cyrus bregður rækilega en allt virðist það þó í gríni gert.

Því má ætla að brúðkaup parsins sé enn á dagskrá. Cyrus og Hemsworth kynntust við tökur á kvikmyndinni The Last Song árið 2009 og trúlofuðu sig árið 2012. Þau hættu saman ári síðar en tóku saman á ný árið 2016.

Umrætt Instagram-myndband Hemsworth má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Miley Cyrus barði Jimmy Kimmel í punginn með sleggju

Söngkonan Miley Cyrus kom bandaríska spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel heldur betur á óvart á dögunum þegar hún vakti hann um miðja nótt með því að ráðast inn í svefnherbergið með sleggju.

„Ég á ekki að skammast mín“

Bandaríska söngkonan Miley Cyrus vakti nokkra athygli í vikunni fyrir að afturkalla afsökunarbeiðni sem hún gaf út árið árið 2008 vegna umdeildrar ljósmyndar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.